Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

67. fundur 07. júní 2005

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi auk fulltrúa Hornsteina og VSÓ, þeir Ögmundur Skarphéðinsson, Ólafur Hersisson og Grímur Jónasson.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Skipulagsmál Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.  Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.       Önnur mál.

4.       Fundi slitið

 

1. Fundur settur af varaformanni kl. 17:00

2. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ lögðu fram og kynntu drög kynningargagna skipulags á Hrólfsskálamel og Suðurströnd vegna fyrirhugaðra kosninga laugardaginn 25. júní n.k.  Þeim falið að lagfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum.

Fundur með rýnihópi og skipulagsnefnd verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 18:30.  Samþykkt samhljóða að senda rýnihópnum kynningargögnin í tölvupósti þá um morguninn.

Fulltrúar VSÓ og Hornsteina viku af fundi.

3. Önnur mál voru engin.

4. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:29

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?