Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

70. fundur 04. ágúst 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

 

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Aðalskipulag.

3.       Umsókn frá Geirmundi Sigurðssyni og Fanneyju Ófeigsdóttur um yfirbyggingu svala í íbúð 0702 að Austurströnd 8.

4.       Umsókn frá Þórði Jenssyni og Aðalheiði Hjelm Skólabraut 12 um viðbyggingu við húsið að Skólabraut 12.

5.       Tekin fyrir tillaga Neslistans um samráðsferli í skipulagsmálum sbr. 7. lið síðasta fundar.

6.       Tekin fyrir kynning tillögu á vinnslustigi að endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar.

7.       Erindi frá Þóri Má Jónssyni f.h. húsfélagsins að Austurströnd 14 varðandi sorpgám og viðbyggingu við austurenda hússins að Austurströnd 14.

8.       Umsókn frá Jóhanni G. Jóhannssyni og Guðrúnu Kaldal um breytingu á þegar samþykktri viðbyggingu við húsið að Melabraut 21.     

9.       Önnur mál:

a.       Innkeyrsla að húsinu Sefgarðar 10 frá Norðurströnd.

10.   Fundarslit.

 

 1. Fundur settur af formanni kl. 08:03

 

2. Alta vinnur að tillögum að tímaramma vegna breytingar á aðalskipulagi og munu þær verða lagðar fyrir næsta fund skipulagsnefndar til umræðu.

 

3. Lögð fram umsókn frá Geirmundi Sigurðssyni og Fanneyju Ófeigsdóttur um yfirbyggingu svala í íbúð 0702 að Austurströnd 8.  Umsóknin samþykkt samhljóða.

 

4. Lögð fram umsókn frá Þórði Jenssyni og Aðalheiði Hjelm, Skólabraut 12 um viðbyggingu við Skólabraut 12.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

 

5. Tekin er fyrir tillaga Neslistans um samráðsferli í skipulagsmálum sbr. 7. lið síðasta fundar.  Nefndin er í grundvallaratriðum sammála um að halda áfram formlegu samráðsferli við íbúa.  Hún mælir með þeirri leið sem nefnd er í tillögunni að nýr samráðshópur eða –hópar verði skipaðir.

 

6. Lögð fram kynning tillögu á vinnslustigi að endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar.

 

7. Lagt fram erindi frá Þóri Má Jónssyni f.h. húsfélagsins að Austurströnd 14, varðandi sorpgám og viðbyggingu við austurenda hússins að Austurströnd 14. Umræður og frestað til næsta fundar.

 

8. Lögð fram umsókn frá Jóhanni G. Jóhannssyni og Guðrúnu Kaldal um breytingu á þegar samþykktri viðbyggingu við húsið að Melabraut 21.  Erindið samþykkt samhljóða.

 

9. Önnur mál.

a. Lagt fram erindi um innkeyrslu að Sefgörðum 10, frá Norðurströnd.  Frestað til næsta fundar.

b. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í ágreiningi um girðingar og gróður við Sefgarða, dags. 9. júní 2005.  Byggingafulltrúa falið að fylgja úrskurðinum eftir.

c. Lögð fram breytt tillaga að frágangi lóðar við Nesstofu, sem tekur m.a. tillit til gamallar hleðslu og annarra fornminja.  Samþykkt samhljóða.

d. Rætt um lóðarmörk Lindarbrautar 9-11.  Samþykkt að vísa málinu til bæjarlögmanns.

 

10. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 09:48

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?