Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

71. fundur 11. ágúst 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

 

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Á fundinn mætir Ólafur Daði Jóhannesson og kynnir hugmynd sína: Kyrrð, hugmynd að heilsubaði við Snoppu.

3.       Aðalskipulag sbr. 2. lið síðasta fundar. Á fundinn mætir fulltrúi Alta.

4.       Erindi frá Þóri Má Jónssyni f.h. húsfélagsins að Austurströnd 14, varðandi sorpgám og viðbyggingu við austurenda hússins að Austurströnd 14 sbr. 7. lið síðasta fundar.

5.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðrúnu Rúnarsdóttur Miðbraut 32 um stækkun hússins að Miðbraut 32. Niðurstaða grenndarkynningar.

6.       Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekti um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19 sbr. 6. lið 64. fundar.

7.       Tekið fyrir að nýju erindi um innkeyrslu að Sefgörðum 10, frá Norðurströnd.

8.       Önnur mál:.

9.       Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

 

2. Ólafur Daði Jóhannesson kynnti hugmynd sína um heilsulindina “Kyrrð” við Snoppu, svaraði fyrirspurnum og vék af fundi.

 

3. Hlín Sverrisdóttir og Sigurborg Hannesdóttir frá ALTA kynntu tillögur ALTA varðandi verkáætlun aðalskipulags. Hlín og Sigurborg viku af fundi.

 

4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Þóri Má Jónssyni f.h. húsfélagsins að Austurströnd 14, varðandi sorpgám og viðbyggingu við austurenda Austurstrandar 14, sbr. síðasta fund.  Byggingafulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

5. Niðurstaða grenndarkynningar vegna umsóknar Guðrúnar Rúnarsdóttur Miðbraut 32 um stækkun hússins að Miðbraut 32, liggur fyrir og var lögð fram.  Frestað vegna framkominna athugasemda.

 

6. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekti um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19 sbr. 6. lið 64. fundar.  Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

7. Tekið fyrir að nýju erindi um innkeyrslu að Sefgörðum 10, frá Norðurströnd.  Byggingafulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum frá eigendum Sefgarða 10.

 

8. Önnur mál:

a. Lagt fram bréf frá íbúum Austurstrandar 2-14 um fyrirhugaða bygginga 6 hæða húss á horni Nesvegar og Suðurstrandar.

 

9. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 10:15

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?