Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

72. fundur 18. ágúst 2005

72. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Aðalskipulag. Á fundinn mæta fulltrúar Alta og gera grein fyrir drögum að Aðalskipulagi Seltjarnarness.

3.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13 sbr. 5. lið 64. fundar.

4.       Lögð fram reyndarteikning af Melabraut 9 vegna eignaskiptasamnings.

5.       Önnur mál.

6.       Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05

2. Aðalskipulag.  Sigurborg Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir voru mættar á fundinn og gerðu grein fyrir drögum að aðalskipulagi og nýjum tímaramma.  Sigurborg og Hlín viku af fundi.

3. Tekin fyrir að nýju umsókn Sigurðar Geirssonar um stækkun hússins að Lindarbraut 13. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. Lögð fram reyndarteikning af Melabraut 9 vegna eignaskiptasamnings.  Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál:

a. Tillaga Neslistans um samráð í skipulagsmálum sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn var rædd í bæjarstjórn 17. ágúst og vísað aftur til nefndarinnar til frekari úrvinnslu.  Neslistinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

“Lagt er til að skipaðir verði þrír samráðshópar um skipulagsmálin. Hóparnir taki fyrir eitt verkefni – svæði  hvert.

1) Miðsvæði – Eiðistorg

2) Nesstofusvæðið – Bygggarðar

3) Skóla og -íþróttastarfsemi þ.m.t. útfærslu á gervigrasvelli og mannvirkjum þeim tengdum á Suðurströnd.

Skipulags- og mannvirkjanefnd skilgreini vinnu hópanna og setji þeim erindisbréf. Hóparnir skili skriflegri tillögu að vinnu lokinni. Skipulags- og mannvirkjanefnd skal samræma hugmyndir hópanna í tengslum við gerð aðal- og deiliskipulags. Meirihlutinn tilnefni þrjá í hvern hóp og minnihlutinn tvo. Leitast skal við að tilnefna aðila með reynslu og þekkingu á skipulagsmálum.”

Greinargerð:

Mikill hiti hefur verið í skipulagsmálunum hér á Nesinu s.l. kjörtímabil. Mikilvægt er því að leita leiða til að sætta sjónarmið sem og að virkja hugmyndaauðgi bæjarbúa, sem hafa áhuga á málefnum bæjarfélagsins í leit að bestu lausnunum. Skipan samráðshópa er kjörið tæki til þess. Í bæjarfélagi á stærð við Seltjarnarnesi býðst einstakt tækifæri með samráði við bæjarbúa að ná fram farsælli lausn í skipulagsmálunum. Telja verður mjög brýnt að ljúka vinnu við aðalskipulag og deiliskipulagi bæjarfélagsins svo unnt sé að hefjast handa. Of mikill tími og of miklir fjármunir hafa nú þegar farið í þetta verkefni.

Guðrún Brynleifsdóttir     Stefán Bergmann

b. Formaður f.h. meirihlutans leggur fram eftirfarandi tillögu:

“Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að koma á fót (5 manna) nefnd til að skoða þær tillögur sem komið hafa fram um baðhús í grennd við Snoppu annars vegar og veitingastað í grennd við Snoppu hins vegar.”

Greinargerð: Skipulagsnefnd hafa borist tvær hugmyndir að fyrirkomulagi að þjónustumiðstöð og veitingaaðstöðu við Snoppu og hafa höfundar þeirra kynnt þær fyrir nefndinni.  Einnig hefur verið kynnt fyrir nefndinni tillaga að baðhúsi með veitingaaðstöðu, sem var prófverkefni við danskan háskóla. Nefndinni er ætlað að skoða tillögurnar, leggja mat á raunhæfi þeirra, meta hvort og hvernig skynsamlegt eða mögulegt sé að samræma einhverjar þeirra, og hvort velja á einhverja(r ) þeirra til frekari úrvinnslu.

Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason

c. Formaður f.h. meirihlutans leggur fram eftirfarandi tillögu:

“Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að mikilvægt sé að fá breiðari hóp til samstarfs við að yfirfara þær tillögur sem væntanlegar eru um verslunar- og þjónustusvæði á og í grennd við Eiðistorg.  Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir því að skipa þriggja manna starfshóp til að vinna að þessu verkefni með nefndinni.”

Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason

6. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 10:12

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?