Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

74. fundur 02. september 2005

74. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn föstudaginn 2. september 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1.       Fundur settur. 

2.       Aðalskipulag. Á fundinn mæta fulltrúar Alta, framhald síðasta fundar.

3.       Erindi frá Siglingastofnun, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Seltjarnarnesi 2005.

4.       Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13. sbr. 3. lið 72. fundar

5.       Umsókn frá Ormari Þ. Guðmundssyni arkitekti um breytingu í kjallara hússins að Eiðistorgi 11 vegna ballettskóla.

6.       Önnur mál.

7.       Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05

2.  Rætt um aðalskipulag.  Á fundinn voru mættar Sigurborg Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir frá Alta. Fulltrúum Alta falið að vinna frekar í texta í samræmi við umræður á fundinum.  Gert er ráð fyrir að drög til umræðu að aðalskipulagi verði kynnt fyrir nefndum og stofnununum bæjarins í næstu viku og  á heimasíðu bæjarins í framhaldi af því.  Stefnt er að fundi með eigendum húsa sem liggja að Bygggörðum og Norðurtúni.  Fulltrúar Alta viku af fundi.

3. Lagt fram erindi frá Siglingastofnun, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Seltjarnarnesi 2005.  Erindið samþykkt.

4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13. sbr. 3. lið 72. fundar.  Samþykkt að senda umsóknina í grenndarkynningu.

5. Lögð fram umsókn Stoðum skv. uppdráttum Ormars Þ. Guðmundssonar arkitekts um breytingu í kjallara hússins að Eiðistorgi 11 vegna ballettskóla. Samþykkt, enda liggi fyrir samþykki Forvarnadeildar SHS.

6. Önnur mál.  Lagt fram erindi frá fimleikadeild Gróttu varðandi stækkun fimleikasalar.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 10:25

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?