Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

77. fundur 30. september 2005

77. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn föstudaginn 30. september 2005 kl. 08:10 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Elín H. Guðmundsdóttir, Þórður Ó. Búason, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar norðfjörð.

Dagskrá:

1.       Fundur settur. 

2.       Aðalskipulag - framhald. Athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við 1. drög. Á fundinn mæta fulltrúar Alta.

3.       Tekið fyrir að nýju erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness.

4.       Erindi frá Kristni Hraunfjörð Tjarnarmýri 4 varðandi breytta stærð lóðanna Tjarnarmýri 2 og 4.

5.       Umsókn frá Helga M. Alfreðssyni Vesturströnd 6a um byggingu sólstofu við húsið að Vesturströnd 6a.

6.       Tekið fyrir að nýju umsókn frá Þórði Jenssyni og Aðalheiði Hjelm Skólabraut 12 um stækkun hússins að Skólabraut 12 sbr. 4. lið 70. fundar. Niðurstaða grenndarkynningar.

7.       Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:15

2.  Aðalskipulag. Á fundinn voru mættar Sigurborg Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir frá Alta. Gerð var grein fyrir þemakortum sem verða fylgirit aðalskipulagsins þ.e. stígakort, helstu örnefni ,fornminjar, náttúruvernd og hitaveita. Samþykkt var að senda kortin yfir forminjar og náttúruvernd til skoðunar í umhverfisnefnd. Ennfremur er óskað eftir að umhverfisnefndin geri athugun á húsafriðun á Seltjarnarnesi.                                                      Lagt var fram minnisblað yfir   athugasemdir og ábendingar sem borist höfðu frá stofnunum, ráðum og nefndum við fyrstu drög að stefnumörkun fyrir aðalskipulagið. Alta var síðan falið að ganga frá texta aðalskipulagsins.                                                                                                                                                        Fulltrúar Alta viku af fundi.

3. Tekið fyrir að nýju erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. Erindi frá Kristni Hraunfjörð Tjarnarmýri 4 varðandi breytta stærð lóðanna Tjarnarmýri 2 og 4. Skipulagsnefnd fellst á umbeðna breytingu á mörkum lóðanna Tjarnarmýri 2 og 4. Nefndin vísar að öðru leyti á skipulags- og byggingarskilmála.

5.  Umsókn frá Helga M. Alfreðssyni Vesturströnd 6a um byggingu sólstofu við húsið að Vesturströnd 6a.   Samþykkt.

6.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórði Jenssyni og Aðalheiði Hjelm Skólabraut 12 um stækkun hússins að Skólabraut 12 sbr. 4. lið 70. fundar.Niðurstaða grenndarkynningar.                                                                 
Engar athugasemdir bárust og er umsóknin samþykkt.

7. Önnur mál voru engin.

 Fundi slitið kl. 10:20

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Elín H. Guðmundsdóttir (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?