Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

78. fundur 07. október 2005

78. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn föstudaginn 07. október 2005 kl. 08:10 að Austurströnd 2, í fundarsal bæjarskrifstofu.

Mættir: Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Stefán Bergmann, Þórður Ólafur Búason og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

Fundargerð ritaði Þórður Ólafur Búason.

Dagskrá: 

1.    Fundur settur.

2.    Aðalskipulag – framhald. Umhverfismat aðalskipulagsins. Kynningardagur á Eiðistorgi 18. okt. Á fundinn mæta fulltrúar Alta.

3.    Tekið fyrir að nýju erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra þar sem óskað eftir umsögn nefndarinnar um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness.

4.    Fyrirspurn frá Helgu Kristínu Hjálmarsdóttur Nesbala 92a um byggingu bílskúrs við húsið að Nesbala 92a.

5.    Umsókn frá bæjarstjóra f.h. Bæjarsjóðs um gerð gervigrasvallar við Suðurströnd.

6.    Önnur mál.  

7.    Fundarslit.

 

1.        Fundur settur af Ingu Hersteinsdóttur, formanni kl 8.15.

 

2.        Aðalskipulag: Á fundinn mættu fulltrúar Alta, Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir land- og skipulagsfræðingur og Jóna Bjarnadóttir lífefna og umhverfisstjórnunarfræðingur og reifuðu aðalskipulagsgögn. Rætt var um umhverfismat aðalskipulagsins og settar inn nokkrar viðbætur við þann texta. Einnig var rætt um texta vegna stefnumörkunar og themakort og ákveðið að bæta þar inn atriðum varðandi fornminjar og örnefni. Kynning aðalskipulagsins og kynningardagur á Eiðistorgi 18. okt. var loks rædd ásamt áætlun um kynningargögn og áform um kynningarbækling.  Gögn samþykkt til kynningar en bæklingur mun verða sendur nefndarmönnum til skoðunar fyrir útgáfu. Fulltrúar Alta yfirgáfu þá fundinn  

3.                 Tekið fyrir að nýju erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness.  Nefndin lýsir ánægju sinni með skipulagsþáttinn í fjölskyldustefnunni enda fellur hann vel að markmiðum í tillögu aðalskipulags Seltjarnarness. Nefndin vil benda á nokkur atriði sem bæta mætti við s.s.:

·        Kafli um íþrótta- og tómstundastarf, Bætt verði við markmiðum í tómstundastarfi sérstaklega s.s. Fjölbreytta valkosti í tómstundastarfi fyrir fyrir unga sem aldna sem ekki eru fyrir íþróttir s.s. leshringur, bókaklúbbar, skák, ljósmyndun, ræðumennska, leiklist, tjáning, golf, minigolf o.fl..

·        Kafli um forvarnir og fræðslu. Markmið: Lögð verði áhersla á að benda á forvarnagildi góðs fjölskyldulífs og samverustunda fjölskyldunnar og hvernig það endurspeglast í áhættuhegðun ungs fólks.

·        Kafli um húsnæðismál. Markmið: Húsnæði sem hentar öllum aldurshópum.

·        Hafður verði sér kafli um Öryggismál. Undir hann geta m.a. fallið atriði eins og: Umferð (hraði, umferð við skóla og stofnanir, bílbeltanotkun). Slysavarnir (slysagildrur / skólalóðir / leiksvæði / ónýtar gangstéttir og götur / fjaran). Brunavarnir (í opinberum byggingum og á heimilum), Sjóvarnir.  Fjöldahjálp og fjöldahjálparskýli. Óveður og áhrif þess.  Skólabörn / óveður / fannfergi. Hjólahjálmar, umferðafræðsla, áhættuakstur ungs fólks - og sjálfsagt fleira.

4.        Fyrirspurn frá Helgu Kristínu Hjálmarsdóttur Nesbala 92a um byggingu bílskúrs við húsið að Nesbala 92a. Svarið er nei þar sem áform eru um að byggja út fyrir lóð.

5.        Umsókn frá bæjarstjóra f.h. Bæjarsjóðs um gerð gervigrasvallar við Suðurströnd.  Á fundinn mætti frá VSÓ Smári Johnsen Skipulags-/Umhverfis- og byggingarverkfræðingur og svaraði fyrirspurnum. Gögn sem lágu fyrir voru samþykkt bæjarstjórnar um málið, uppráttur og bréf bæjarstjóra þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvinnu og gerð gerfigrasvallar. Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi.

6.    Önnur mál voru engin

7.    Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl 10.35.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)

Þórður Ólafur Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?