Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

79. fundur 21. október 2005

79. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn föstudaginn 21. október 2005 kl. 08:10 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.      Fundur settur.

2.       Aðalskipulag. Teknar fyrir ábendingar og athugasemdir sem borist hafa í tengslum við skipulagsdaginn 18. okt. sl.

3.       Fyrirspurn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og sólstofu að Unnarbraut 11.

4.       Umsókn frá Ragnari Steini og Maríu Lísu Benediktsdóttur um stækkun hússins að Unnarbraut 13a.

5.       Umsókn frá Brynjari Ágústi Sigurðssyni um byggingu bílskúrs á lóðinni Melabraut 3 ásamt klæðningu hússins að hluta.

6.       Önnur mál.

7.       Fundi slitið

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:12

 

2. Hlín Sverrisdóttir frá Alta var mætt á fundinn og fór yfir athugasemdir sem borist hafa við aðalskipulagið í tengslum við kynningu á Eiðistorgi.  Athugasemdir ræddar og gengið frá svörum.  Svörin verða sett á vef bæjarins.  Samþykkt samhljóða að vísa tillögu að aðalskipulagi 2006 til 2024, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.   Hlín vék af fundi sem og Inga Hersteinsdóttir.

3. Lögð fram fyrirspurn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og sólstofu að Unnarbraut 11.  Samþykkt að óska eftir frekari teikningum.

4. Lögð fram umsókn frá Ragnari Steini og Maríu Lísu Benediktsdóttur um stækkun hússins að Unnarbraut 13a.  Samþykkt að senda umsóknina í grenndarkynningu.

5. Lögð fram umsókn um breytingu á byggingarleyfi bílskúrs frá Brynjari Ágústi Sigurðssyni, Melabraut 3 ásamt klæðningu hússins að hluta.  Umsókn um byggingu bílskúrs samþykkt en umsókn um klæðningu hússins að hluta, er frestað til næsta fundar.

6. Önnur mál voru engin.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:10.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?