Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

82. fundur 15. desember 2005

82. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 15. desember 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

 

Dagskrá:

1.         Fundur settur.

2.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ragnari Steini og Maríu Benediktsdóttur um viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 13a. Niðurstaða grenndarkynningar.

3.         Erindi frá eigendum húsanna að Suðurmýri 36 og 38 þar sem óskað er eftir að aðkoma að lóðunum verði frá Eiðismýri..

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut.

5.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðrúnu Rúnarsdóttur um stækkun hússins að Miðbraut 32.

6.         Umsókn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og sólstofu á lóðinni nr. 11 við Unnarbraut sbr. 3. lið 79. fundar.

7.         Önnur mál.

8.         Fundi slitið.

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05.

2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ragnari Steini og Maríu Benediktsdóttur um viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 13a.  Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.  Umsóknin samþykkt.

 

3. Lagt fram erindi frá eigendum húsanna að Suðurmýri 36 og 38 þar sem óskað er eftir að aðkoma að lóðunum verði frá Eiðismýri.  Frestað.

 

4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut.  Nefndin samþykkir samhljóða að heimila niðurrif hússins Melabrautar 27, en frestað  erindinu að öðru leyti. Samþykkt að óska eftir fulltrúum frá byggingafélaginu Smára á næsta fund nefndarinnar.

 

5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðrúnu Rúnarsdóttur um stækkun hússins að Miðbraut 32.  Nefndin samþykkir umsóknina að öðru leyti en því að fyrirhugaður þakgarður verði tekinn til endurskoðunar, vegna framkominna athugasemda við grenndarkynningu.

 

6. Umsókn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og sólstofu á lóðinni nr. 11 við Unnarbraut sbr. 3. lið 79. fundar.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

 

7. Önnur mál. Lagt fram bréf frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:10.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?