83. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Elín H. Guðmundsdóttir, Þórður Ó. Búason, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut sbr. 4. lið síðasta fundar. Á fundinn mæta fulltrúar byggingarfélagsins.
3. Tekið fyrir að nýju erindi frá eigendum húsanna að Suðurmýri 36 og 38 þar sem óskað er eftir að aðkoma að lóðunum verði frá Eiðismýri sbr. 3. lið síðasta fundar.
4. Lögð fram til kynningar tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Magga Jónssyni arkitekti f.h. Helgu Ólafsdóttur og Hannesar Jónssonar um byggingu vinnuherbergis á þaki hússins að Víkurströnd 12. Niðurstaða grenndarkynningar.
6. Umsókn frá Héðni Þór Helgasyni Nesbala 10 um stækkun hússins að Nesbala 10 samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
7. Erindi frá fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráðs og stjórnenda grunnskóla Seltjarnarness varðandi umferðarmál við Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla.
8. Erindi frá Þreki ehf./Laugum ehf vegna byggingar heilsuræktarstöðvar við Sundlaug Seltjarnarness.
9. Umsókn frá Austurströnd ehf um breytingu á innra fyrirkomulagi bakarísins að Austurströnd 14.
10. Fyrirspurn frá Hómeira Gharavi og Þorgeiri Þorgeirssyni um breyttan byggingarreit lóðarinnar Suðurmýri 58.
11. Umsókn frá Páli Gíslasyni Bollagörðum 6 um byggingu garðskála við húsið að Bollagörðum 6 samkvæmt uppdráttum Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekts.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:05
2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut. Á fundinn mættu fulltrúar byggingarfélagsins þeir Magnús Kristinsson og Sigurður Kjartansson og gerðu þeir grein fyrir óskum byggingarfélagsins um byggingu á lóðinni. Viku Magnús og Sigurður síðan af fundi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að ljúka vinnu við deiliskipulag svæðisins.
3. Tekið fyrir að nýju erindi frá eigendum húsanna að Suðurmýri 36 og 38 þar sem óskað er eftir að aðkoma að lóðunum Suðurmýri 36 og 38 verði frá Eiðismýri.
Erindinu hafnað þar sem það samrýmist ekki skipulagi svæðisins.
4. Lögð fram til kynningar tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Magga Jónssyni arkitekti fh. Helgu Ólafsdóttur og Hannesi Jónssyni um byggingu vinnuherbergis á þaki hússins að Víkurströnd 12. Niðurstaða grenndarkynningar.
Umsókninni er hafnað á grundvelli framkominna mótmæla.
6. Umsókn frá Héðni þór Helgasyni um stækkun hússins að Nesbala 10 samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Samþykkt.
7. Erindi frá fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráðs og stjórnenda grunnskóla Seltjarnarness varðandi umferðarmál við Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla.
Erindinu er vísað til frekari úrvinnslu í sambandi við deiliskipulag svæðisins. Jafnframt þakkar skipulags- og mannvirkjanefnd fyrir þær ábendingar sem fram koma í erindinu.
8. Erindi frá Þreki ehf/Laugum ehf vegna byggingar heilsuræktarstöðvar við Sundlaug Seltjarnarness.
Erindinu frestað og jafnframt er samþykkt að boða málsaðila á fund nefndarinnar.
9. Umsókn frá Austurströnd ehf um breytingu á innra fyrirkomulagi bakarísins að Austurströnd 14.
Umsóknin samþykkt enda verði gengið frá hljóðeinangrun milli íbúðar og kaffistofu.
10. Fyrirspurn frá Hómeira Gharavi og Þorgeiri Þorgeirssyni um breyttan byggingarreit lóðarinnar að Suðurmýri 58. Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
11. Umsókn frá Páli Gíslasyni Bollagörðum 6 um byggingu garðskála við húsið að Bollagörðum 6 samkvæmt uppdráttum Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekts.
Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
Fundi slitið kl. 09:20
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Elín H. Guðmundsdóttir (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)