Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

89. fundur 11. maí 2006

89. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 11. maí 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
                                                     

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Staða deiliskipulagsmála.

3.         Tekið fyrir að nýju erindi frá Snorra Karlssyni f.h. Símans um breytingu á eignarhluta 0102 pósthús að Eiðistorgi 13-15.

4.         Lögð fram að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss að Nesbala 36.

5.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Bollagarða 24.

6.         Umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkvæmt uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

7.         Umsókn frá Erni V. Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur Unnarbraut 15 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 15.

8.         Erindi frá Kötlu V. Helgadóttur og Margréti Halldórsdóttur um leyfi til að loka svölum íbúða 0601 og 0602 að Eiðistorgi 5.

9.         Erindi frá Kristínu Guðjónsdóttur um stækkun íbúðar 0702 að Eiðistorgi 5.

10.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 16 við Miðbraut. Niðurstaða grenndarkynningar.

11.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf., Gnitanesi 6 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri. Niðurstaða grenndarkynningar.

12.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ásrúnu Kristjánsdóttur og Guðjóni Vilbergssyni Hofgörðum 18 um stækkun og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins að Hofgörðum 18. Niðurstaða grenndarkynningar.

13.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og garðskála á lóðinni nr. 11 við Unnarbraut. Niðurstaða grenndarkynningar.

14.     Önnur mál.

15.     Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

 

2. Rætt um deiliskipulagstillögu fyrir Vesturhverfi.  Samþykkt að fela Valdísi Bjarnadóttur arkitekt að fullvinna tillöguna til kynningar.  

Lagðar fram tvær nýjar tillögur að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel, tillaga C1 og C2.  Samþykkt samhljóða að fela deiliskipulagshönnuðum að ganga frá gerð deiliskipulagsgagna á grundvelli tillögu C1.  Nefndin minnir á að leysa þarf aðkomu að íbúðum aldraðra við Skólabraut, sunnan megin.

Rætt um deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi.  Undirbúningur hafinn, rætt hefur verið við arkitekta, tillaga um áfangaskiptingu lögð fram á næsta fundi.

 

3. Erindi Snorra Karlssonar f.h. Símans tekið fyrir að nýju. Erindið samþykkt enda liggur fyrir samþykki húsfélagsins.

 

4. Umsókn Ástu Pétursdóttur tekin fyrir að nýju. Ekki er hægt að fallast á umsóknina vegna þess að bílskýli fellur utan byggingareits.

 

5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur.  Nefndin fellst ekki á umsóknina þar sem viðbyggingin samræmist ekki götumynd.

 

6. Lögð fram umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt skv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.  Frestað til næsta fundar.

 

7. Lögð fram umsókn frá Erni Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við Unnarbraut 15.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu.  Þórður Búason víkur af fundi.

 

8. Lagt fram erindi frá Kötlu V. Helgadóttur og Margréti Halldórsdóttur um leyfi til að loka svölum íbúða 0601 og 0602, Eiðistorgi 5.  Fyrir liggur samþykki formanna húsfélaganna og næstu nágranna.  Erindið samþykkt.

 

9. Lagt fram erindi frá Kristínu Guðjónsdóttur um stækkun íbúðar 0702 að Eiðistorgi 5.  Erindið samþykkt enda liggi fyrir samþykki Forvarnadeildar SHS.

 

10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 16 við Miðbraut. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.  Umsóknin samþykkt.

 

11. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf, Gnitanesi 6, um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri. Niðurstaða grenndarkynningar lögð fram.  Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.  Afgreiðslu frestað.

 

12. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ásrúnu Kristjánsdóttur og Guðjóni Vilbergssyni Hofgörðum 18 um stækkun og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins að Hofgörðum 18. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.  Erindið samþykkt..

 

13. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þór Tómassyni og Einari Kristinssyni um byggingu bílskúrs og garðskála á lóðinni nr. 11 við Unnarbraut.  Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.  Erindið samþykkt.

 

14. Önnur mál:

a. Tekin fyrir umsókn Sighvatar Bjarnasonar um breytingu á Nesbala 112. Fyrir liggur samþykki nágranna. Erindið samþykkt.

b.  Lagt fram erindi frá Kiðjabergi vegna söluturnsins við Suðurströnd.  Erindinu hafnað.

c.  Skýrt var frá útkomu nýrrar skýrslu um fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi, sem unnin var á vegum Umhverfisnefndar.

d. Formaður upplýsti að Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 sé tilbúið til undirritunar.

 

15. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:05

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?