Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

90. fundur 18. maí 2006

90. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 18. maí 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.                                                      

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulagsmál.

3.         Hafnarsvæði-samkeppni.

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt skv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

5.         Umsókn frá Heiðu Láru Aðalsteinsdóttur og Styrmi Þór Bragasyni Bakkavör 26 um leyfi til að breyta gluggum ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Bakkavör 26.

6.         Umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um leyfi til að reisa garðhýsi á lóðinni að Sævargörðum 6.

7.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri.

8.         Önnur mál.

9.         Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

 

2. Lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag Lambastaðahverfis frá Kanon arkitektum.  Nefndin samþykkir drögin og felur formanni að ganga til samninga við Kanon um verkefnið.

 

3. Samþykkt að efna til opinnar samkeppni og jafnframt að leita til Arkitektafélags Íslands um samstarf um verkefnið.  IH og RI falið að ræða við AÍ.

 

4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt skv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

 

5. Tekin fyrir umsókn frá Heiðu Láru Aðalsteinsdóttur og Styrmi Þór Bragasyni Bakkavör 26 um leyfi til að breyta gluggum ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Bakkavör 26.  Erindið samþykkt samhljóða.

 

6. Umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um leyfi til að reisa garðhýsi á lóðinni að Sævargörðum 6.  Umsókninni hafnað á grundvelli skipulags- og byggingaskilmála.

 

7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri.  Umsóknin er samþykkt, enda liggi fyrir samþykki húseigenda við Suðurmýri 52, 54, 56 og 60 um breikkun sameiginlegrar lóðaraðkomu.

 

8. Önnur mál.

a. Rætt um umferðarmál.  Samþykkt að setja biðskyldumerki frá Melabraut, Miðbraut og Vallarbraut að Hæðarbraut.  Samþykkt að setja biðskyldumerki frá Tjarnarbóli að Tjarnarstíg.

b.  Tekin fyrir að nýju umsókn eigenda Miðbrautar 32.  Fyrir liggja athugasemdir nágranna við Miðbraut 34 og Melabraut 31.  Að teknu tilliti til breytinga á húsinu og athugasemdum, samþykkir nefndin umsóknina.

c. Byggingafulltrúi lagði fram teikningar að gervigrasvelli á skólalóð Mýrarhúsaskóla.  Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

9. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:45

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?