Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

92. fundur 22. júní 2006

92. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 22. júní 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulagsmál.  Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.         Umsókn frá Makron ehf Gnitanesi 6 Rvk. Um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts.

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur Bollagörðum 24 um viðbyggingu við húsið að Bollagörðum 24 samkv. breyttum uppdráttum Hans-Olav Andersen arkitekts.

5.         Umsókn frá Sigurði Björnssyni Suðurmýri 52 um stækkun hússins að Suðurmýri 52 samkv áður samþykktum uppdráttum Gísla G. Gunnarssonar byggingarfræðings.

6.         Erindi frá íbúum Miðbrautar 1-24 varðandi lokun á gatnamótum Miðbrautar og Hæðarbrautar

7.         Staðsetning vefmyndavélar á Seltjarnarnesi samkv. 637. fundi bæjarstjórnar

8.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ást Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala

9.         Önnur mál.

10.     Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:06.

2. Deiliskipulagsmál. Á fundinn voru mættir Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur M. Jónasson frá VSÓ. Rætt var um mörk deiliskipulagssvæðisins sem nú er til meðferðar og var ákveðið að mörkin verði samkvæmt upprunalegri áætlun þ.e. milli Suðurstrandar, vestari enda íþróttasvæðis, Skólabrautar og að Hrólfsskálamel.

Fóru ráðgjafarnir yfir helstu þætti skipulagsins og var þeim síðan falið að vinna að forsenduskýrslu fyrir næsta fund.

Fulltrúar Hornsteina og VSÓ viku af fundi.

3.  Umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk Um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts.

Frestað. Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við umsækjanda.

4.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur Bollagörðum 24 um viðbyggingu við húsið að Bollagörðum 24 samkv. breyttum uppdráttum Hans-Olav Andersen arkitekts. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

5.  Umsókn frá Sigurði Björnssyni Suðurmýri 52 um stækkun hússins að Suðurmýri 52 samkv. áður samþykktum uppdráttum Gísla G. Gunnarssonar byggingarfræðings.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

6.  Lagt fram erindi frá íbúum Miðbrautar 1-24 varðandi lokun á gatnamótum Miðbrautar og Hæðarbrautar.

Byggingarfulltrúa falið að óska eftir áliti umferðarsérfræðings á málinu.

7.  Staðsetning vefmyndavélar á Seltjarnarnesi samkv. samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd mælir með að vefmyndavélin verði staðsett í Gróttuvita.

8.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

9.  Önnur mál.

a.  Formaður ræddi um fyrirhugaða hugmyndasamkeppni um Hafnarsvæðið.

Samþykkt var að skipan dómnefndar verði þannig, að 2 fulltrúar verði frá meirihluta, 1 frá minnihluta og 2 frá Arkitektafélagi Íslands.

b.  Stefán ræddi um skipulag miðsvæðis.

Samþykkt var að taka  faglega umfjöllun um málið á næstu fundum nefndarinnar.

10.  Fundi slitið kl. 10:20

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?