Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

93. fundur 13. júlí 2006

93. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 13, júlí 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða.  Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.         Vesturhverfi. Teknar fyrir athugasemdir sem borist hafa við tillögu að deiliskipulagi hverfisins.

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts.

5.         Umsókn frá Einari Benidiktssyni Neströð 5 um breytingar á ytra og innra skipulagi hússins að Neströð 5.

6.         Umsókn frá Borghildi Erlingsdóttur Barðaströnd 4 um breytingar á ytra og innra skipulagi hússins að Barðaströnd 4.

7.         Umsókn frá Sigurði G. Geirssyni Melabraut 6 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings.

8.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni V. Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 15. Niðurstaða grenndarkynningar.

9.         Fyrirspurn frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 varðandi stækkun hússins að Miðbraut 34.

10.     Önnur mál.

11.     Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05.

 

2. Deiliskipulag skóla og íþróttasvæða. Á fundinn mættu Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur M. Jónasson frá VSÓ.

Lögðu ráðgjafarnir fram og kynntu drög að forsögn deiliskipulagsins. Eftir umræður um fyrirliggjandi drög var ráðgjöfunum falið að ræða við forsvarsmenn íb. aldraðra, skóla- og íþróttamannvirkja um framtíðaráform viðkomandi stofnana.Jafnframt var ráðgjöfum falið að vinna að deiliskipulaginu í samræmi við umræður á fundinum.

Ráðgjafarnir viku af fundi.

 

3. Vesturhverfi. Á fundinn mætti Valdís Bjarnadóttir arkitekt. Fjallað var um athugasemdir sem borist hafa frá íbúum við tillögu að deiliskipulagi hverfisins.

Valdísi var falið að fara yfir skipulagstillöguna með tilliti til framkominna athugasemda.

Valdís vék af fundi.

 

4.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf Gnitanesi 6 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

5.  Umsókn frá Einari Benidiktssyni Neströð 5 um breytingar á ytra og innra skipulagi hússins að Neströð 5. Samþykkt.

 

6.  Umsókn frá Borghildi Erlingsdóttur Barðaströnd 4 um breytingar á ytra og innra skipulagi hússins að Barðaströnd 4. Samþykkt.

 

7.  Umsókn frá Sigurði G. Geirssyni Melabraut 6 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

8.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni V. Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 15. Niðurstaða grenndarkynningar. Frestað.

 

9.    Fyrirspurn frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 varðandi stækkun hússins að Miðbraut 34.

Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á fyrirspurnina þar sem deiliskipulag hverfisins er í vinnslu. Í þeim drögum að deiliskipulagi sem fyrir liggja er gert ráð fyrir einnar hæðar húsi á lóðinni.

 

10.  Önnur mál voru engin.

 

11.  Fundi slitið kl. 10:20

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?