Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

96. fundur 21. september 2006

96. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 21, september 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson, Ragnhildur Ingólfsdóttir  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Ólafur Egilsson og Stefán Bergmann voru forfallaðir.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða.  Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.         Umferðarmál. Á fundinn mætir Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur.

4.         Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni f.h. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.

5.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

6.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði G. Geirssyni Melabraut 6 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings. Niðurstaða grenndarkynningar.

7.         Umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um byggingu garðhýsis við húsið að Sævargörðum 6 samkv. uppdráttum Hrafnkels Thorlacius arkitekts.

8.         Erindi frá Helgu Í. Pálmadóttur Lindarbraut 11 um stækkun á sldhúsi hússins að Lindarbraut 11 með útbyggingu samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings.

9.         Fundur með Klasa.

10.     Önnur mál.

11.     Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05.

 

2. Deiliskipulag skóla og íþróttasvæða. Á fundinn mætti Grímur M. Jónasson frá VSÓ.

Lagði Grímur fram og gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða. Deiliskipulagið rætt og nokkrar breytingar gerðar. Vék Grímur síðan af fundi.

 

Fulltrúi minnihlutans lagði fram eftirfarandi bókun:

Bókun fulltrúa Neslistans.

Fram komin tillaga um deiliskipulag á íþrótta- og þjónustusvæði við Suðurströnd þarfnast frekari úrvinnslu og hefur aðeins verið til umfjöllunar sem formleg tillaga á einum fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. Því er sú ákvörðun meirihlutans að knýja fram afgreiðslu á þessum fundi afar óeðlileg og sjálfgert að greiða tillögunni ekki atkvæði.

Enn bendir Neslistinn á að við skipulagningu Hrólfsskálamels og íþrótta- og þjónustusvæðis við Suðurströnd hafi skort heildarsýn. Eðlilegra hefði verið að skipuleggja reitinn í heild sinni og göngutengingar innan hans og að miðsvæði. Tillagan fullnægir ekki þörfum fimleikadeildar um bætta aðstöðu þar sem gert er ráð fyrir 5m. lengingu salar þegar þörfin er allt að 15m.

                         Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Deiliskipulag íþrótta- og skólasvæða hefur verið til umræðu á öllum fundum skipulags- og mannvirkjanefndar á þessu kjörtímabili. Meirihluti sjálfstæðismanna telur því málið fullrætt og samþykkir að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar.

Deiliskipulag Hrólfsskálamels var samþykkt frá nefndinni eftir auglýsingu og athugasemdir á síðasta fundi nefndarinnar.

Varðandi aukna og bætta aðstöðu fimleikadeildar, skal tekið fram að unnið er að því að leysa húsnæðismál deildarinnar innan núverandi lóðarmarka íþróttamiðstöðvar.

Ingimar Sigurðsson (sign), Erna Gísladóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Þórður Ó. Búason (sign).

 

Samþykkt var með fjórum atkvæðum, Ragnhildur greiddi atkvæði á móti, að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

 

3.  Umferðarmál. Á fundinn mætti Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur.

Rætt var almennt um umferðarmál í bænum. Ennfremur var sérstaklega tekið fyrir erindi frá íbúum Miðbrautar 1-24 þar sem þeir fara þess á leit að Miðbraut verði lokuð á gatnamótum Miðbrautar og Hæðarbrautar. Gerði Gunnar nefndinni grein fyrir athugun sinni á kostum og göllum lokunarinnar.

Nefndin getur ekki fallist á umbeðna lokun á Miðbrautinni heldur verði reynt að draga úr hraðakstri í götunni með öðrum aðgerðum.

Nefndin samþykkir að fela Gunnari að gera heildarúttekt á umferðarmálum í bæjarfélaginu.      

Gunnar vék af fundi.    

 

4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni fh. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.

Lagt fram minnisblað frá ráðgjöfum nefndarinnar við gerð deiliskipulags alls Lambastaðahverfisins.

Formanni og byggingarfulltrúa falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri.

Þórður Búason og Friðrik Friðriksson viku síðan af fundi.

 

5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkvæmt uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

Byggingarnefnd samþykkir umsóknina að því tilskyldu að ekki sé byggt út fyrir byggingarreit milli lóðanna Sæbraut 13 og 11.

 

6.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði G. Geirssyni Melabraut 6 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 13 og byggja nýtt samkvæmt uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings. Niðurstaða grenndarkynningar.

Ein athugasemd barst, en þar sem skriflegt samkomulag hefur náðst milli umsækjanda og þess aðila sem athugasemdina gerði, er umsóknin samþykkt.

 

7. Umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um byggingu garðhýsis við húsið að Sævargörðum 6 samkvæmt uppdráttum Hrafnkels Thorlacius arkitekts. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

8.  Erindi frá Helgu Í. Pálmadóttur Lindarbraut 11 um stækkun á eldhúsi hússins að Lindarbraut 11 með útbyggingu samkvæmt uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings. Frestað.

 

9. Fundur með Klasa hf.  Frestað.

 

10.  Önnur mál voru engin.

 

11.  Fundi slitið kl. 10:05

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?