Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

97. fundur 28. september 2006

97. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 28, september 2006 kl. 17:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.    

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Erna Gísladóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Erindi Klasa hf.. og arkitektastofunnar arkitektur.is um landfyllingu.

3.         Önnur mál.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:05.

 

2. Erindi Klasa hf. og arkitektastofunnar arkitektur.is um landfyllingu.

Tekið fyrir að nýju erindi Klasa hf. og arkitektastofunnar arkitektur.is um íbúða- og þjónustuuppbyggingu við Suðurströnd. Formaður og varaformaður greindu frá fundi þeirra með forsvarsmönnum Klasa og arkitektastofunnar 7. september sl.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

 

Nefndin telur ekki forsendur fyrir hugmyndinni og telur jafnframt að hún sé í andstöðu við hagsmuni íbúa Seltjarnarness, enda muni hún raska verulega núverandi bæjarmynd

 

Nefndin telur að núverandi umferðarmannvirki bæjarins beri alls ekki þá aukningu umferðar sem fylgja hugmyndinni, auk þess sem náttúrulífi væri stefnt í hættu.

 

Ennfremur bendir nefndin á að stefnt hefur verið að friðlýsingu strandlengjunnar frá Álftanesi að Bygggörðum á Seltjarnarnesi á grundvelli ályktunar Alþingis frá árinu 2004.

 

3.  Önnur mál.

a.  Umræða um staðsetningu verslunar- og þjónustu á Seltjarnarnesi.

Ólafur Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun:

 

Ég tel að flýta beri ákvörðun um framtíðarstaðsetningu verslunar á Seltjarnarnesi og þrautkanna möguleika á að hún verði áfram á Eiðistorgi.

                                                   Ólafur Egilsson (sign)

 

b.  Bókun í tilefni afgreiðslu deiliskipulags skóla- og íþróttasvæða.

Ólafur Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Í tilefni af afgreiðslu deiliskipulags skóla og íþróttasvæðis á síðasta fundi nefndarinnar verð ég að taka fram að ég er andvígur heilsuræktarstöð af þeirri stærð sem stefnt er að, vegna augljósra umferðar- og bílastæðavandamála sem hún myndi skapa og tel hagsmunum Seltirninga betur borgið með stöð af hóflegri stærð líkt og lengi hefur verið áformuð.

Mikilvægt er einnig að halda byggingarmagni á svæðinu innan þeirra marka sem áður var kynnt bæjarbúum og ekki að byggja á grænu svæði eins og hér er um að ræða.

                              Ólafur Egilsson (sign)

 

c. Bókun í tilefni hugmynda um landfyllingar.

Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:

Neslistinn fagnar niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar um að vísa frá hugmynd um stórfellda landfyllingu í Bakkavík.

Vonandi verður þetta skref til að skerpa skilning á eðli og mikilvægi vestursvæðanna og náttúru Seltjarnarness með sínu auðuga lífríki og sérstöku náttúrufegurð.

 Þessi ákvörðun getur einnig styrkt staðfestu bæjarstjórnar í að  framfylgja markaðri stefnu í nýsamþykktu aðalskipulagi þar sem engar landfyllingar eru á dagskrá og náttúrulegt umhverfi metið hátt sem einkenni Seltjarnarness og fyrir lífsgæði þeirra sem þar búa og þangað sækja. Jafnframt vekur það furðu hvert fjársterkir aðilar geta teymt sveitarfélag á sínum forsendum og með eigin málatilbúnaði án alls samráðs um forsendur og stefnumörkun sveitarfélagsins.

                                Stefán Bergmann (sign)     

  

4.  Fundi slitið kl. 18:15

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason   (sign)

Friðrik Friðriksson   (sign)

Ólafur Egilsson       (sign)

Stefán Bergmann   (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?