98. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 19, október 2006 klst. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni f.h. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.
3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.
4. Kæra sem barst frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.
5. Tekið fyrir að nýju erindi frá G. Oddi Víðissyni fh. Þyrpingar hf. vegna landfyllingar við Norðurströnd.
6. Erindi frá samgönguráðuneytinu þar sem kynnt er umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018.
7. Erindi frá Sigurbirni Hjaltasyni oddvita Kjósarhrepps varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.
2. Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni fh. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.
Formanni og byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri.
3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts. Samþykkt.
Byggingarfulltrúa jafnframt falið að svara athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu.
4. Kæra sem barst frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.
Lögð fram kæra frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna viðbyggingar að Unnarbraut 15. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir svari sínu til Úrskurðarnefndarinnar.
5. Tekið fyrir að nýju erindi frá G. Oddi Víðissyni fh. Þyrpingar hf. vegna landfyllingar við Norðurströnd. Samþykkt að formaður og varaformaður ræði við bréfritara.
6. Lagt fram erindi frá samgönguráðuneytinu þar sem kynnt er umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018.
7. Erindi frá Sigurbirni Hjaltasyni oddvita Kjósarhrepps varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
8. Fundi slitið kl. 10:00
Ingimar Sigurðsson (sign)
Ólafur Egilsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Erna Gísladóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)