Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

100. fundur 07. desember 2006

100. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 07, desember 2006 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Fyrirspurn frá IAV Höfðabakka 9 Rvk.. vegna byggingar fjölbýlishúss á Hrólfsskálamel. Á fundinn mætir hönnuður hússins Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt.

3.         Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða. Tekin fyrir tillaga ráðgjafa að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu.

4.         Deiliskipulag Vesturhverfis. Niðurstaða auglýsingar.

5.         Lagðar fram tillögur Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings varðandi umferðarmál í bæjarfélaginu.

6.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um byggingu garðhýsis að Sævargörðum 6. Niðurstaða grenndarkynningar.

7.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk.um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. breyttum uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts.

8.         Erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8 um byggingu garðhýsis, sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni að Bakkavör 8.

9.         Fyrirspurn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti f.h. Laugar ehf. Sundlaugarvegi 30 Rvk. vegna nýbyggingar heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd.

10.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sighvati Bjarnasyni vegna viðbyggingar við Nesbala 112. Niðurstaða grenndarkynningar.

11.     Tekið fyrir erindi frá Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra Garðabæjar varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

12.     Tekið fyrir erindi frá Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

13.     Erindi frá Vegagerðinni varðandi breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi.

14.     Tekið fyrir að nýju erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1.

15.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Jóni Þór Hjaltasyni Unnarbraut 6 um viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 6 samkvæmt uppdráttum Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings.

16.     Ólafur Egilsson og Stefán Bergmann gera grein fyrir fundi sínum í svæðisskipulagsráði SSH.   


1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.


 

2. Fyrirspurn frá ÍAV Höfðabakka 9 Rvk. vegna byggingar fjölbýlishúss á Hrólfsskálamel. Á fundinn mætti hönnuður hússins Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og gerði hann grein fyrir frumtillögu að aðaluppdráttum hússins. Reiknað er með að aðaluppdrættirnir verði lagðir fyrir nefndina í janúar nk.

 

3. Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða. Tekin fyrir tillaga ráðgjafa að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu.

Eftir umræður um svörin og með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum voru svörin samþykkt með þremur atkvæðum. Ólafur Egilsson sat hjá með vísan til bókunar sinnar varðandi m.a. umferðar- og bílastæðavandamál tengdri stórri heilsuræktarstöð á 97. fundi nefndarinnar.

Stefán Bergmann sat einnig hjá.

Samþykkt var samhljóða að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

 

4.  Deiliskipulag Vesturhverfis. Niðurstaða auglýsingar.

Athugasemdir bárust frá 12 aðilum. Ráðgjöfum bæjarins falið að meta og leggja fram tillögur að svörum við athugasemdunum.

 

5. Lagðar fram tillögur Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings varðandi umferðarmál í bæjarfélaginu.

 

6.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni Svavarssyni Sævargörðum 6 um byggingu garðhýsis að Sævargörðum 6. Niðurstaða grenndarkynningar.

Athugasemd barst frá einum aðila sem fallist var á og hefur uppdrætti þegar verið breytt til samræmis. Umsóknin samþykkt.

 

7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. breyttum uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts. Samþykkt.

 

8. Erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8 um byggingu garðhýsis, sorpgeymslu, sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni að Bakkavör 8. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

9. Fyrirspurn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti f.h. Laugar ehf. Sundlaugarvegi 30 Rvk. vegna nýbyggingar heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd.

Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki tekið afstöðu til uppdráttanna að svo komnu máli þar sem deiliskipulag svæðisins er ekki frágengið.

 

10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sighvati Bjarnasyni vegna viðbyggingar við Nesbala 112. Niðurstaða grenndarkynningar. Athugasemd barst frá einum aðila og er byggingarfulltrúa falið að svara henni. Umsóknin samþykkt.

 

11. Tekið fyrir erindi frá Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra Garðabæjar varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 

12. Tekið fyrir erindi frá Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 

13. Erindi frá Vegagerðinni  varðandi breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi. Formanni og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

 

14.  Tekið fyrir að nýju erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir skjólgirðingu á suðurlóðinni en gerir jafnframt athugasemd við skjólgirðingu á norðurlóð m.a. vegna umferðaröryggis. Nefndin óskar eftir breyttum uppdráttum hönnuðar skjólgirðinganna.

 

15.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Jóni Þór Hjaltasyni Unnarbraut 6 um viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 6 samkvæmt uppdráttum Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings. Niðurstaða grenndarkynningar. Engin athugasemd barst og er umsóknin samþykkt.

 

16.  Ólafur Egilsson og Stefán Bergmann gerðu grein fyrir fundi sínum í svæðisskipulagsráði SSH.

 

15.  Fundi slitið kl. 10:50 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?