Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

101. fundur 11. janúar 2007

101. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 11, janúar 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Umsókn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti f.h. Lauga ehf. Sundlaugavegi 30 Rvk.. um byggingu heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd.

Jafnframt er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu.

3.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. breyttum uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt breyttum uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

5.         Lagt fram til kynningar bréf frá Guðmundi Malmquist fh. stjórnar SSH. ásamt ályktun með greinargerð frá Landssamtökum hjólreiðamanna.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.

 

2. Umsókn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti fh. Lauga ehf. Sundlaugarvegi 30 Rvk. um byggingu heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd.

Jafnframt er umsókn frá Kristni J. Gíslasyni verkefnastjóra fh.Lauga efh. þar sem óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsókn um byggingu heilsuræktarstöðvarinnar og heimilar jafnframt byggingarfulltrúa að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á grundvelli greina 8.6 og 13.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Ólafur Egilsson situr hjá með vísan til bókunar sinnar frá 97. fundi nefndarinnar.

 

3.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkvæmt breyttum uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsóknina þar sem fyrirhugað hús er í góðu samræmi við núverandi byggð og raskar ekki svipmóti hverfisins. Byggingarfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum.

 

4.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á  lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt breyttum uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

Á grundvelli byggingarskilmála og framkominna athugasemda við grenndarkynningu, getur skipulags- og mannvirkjanefnd ekki fallist á umsóknina.

 

5.  Lagt fram til kynningar bréf frá Guðmundi Malmquist fh. stjórnar SSH ásamt ályktun með greinargerð frá Landssamtökum hjólreiðamanna.     

 

6.  Fundi slitið kl. 09:15

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Erna Gísladóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?