Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

102. fundur 08. febrúar 2007

102. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 08, febrúar 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Björg Fenger,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Erna Gísladóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulagstillaga Skerjabrautar 1-3. Niðurstaða auglýsingar.

3.         Deiliskipulag Vesturhverfis. Svör við athugasemdum.

4.         Umsókn frá Ögmundi Skarphéðinssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. Höfðabakka 9 Rvk. um byggingu 3ja hæða fjölbýlishúss ásamt kjallara og bílgeymslu neðanjarðar á Hrólfsskálamel samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

5.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni samkv. uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts.

6.         Umsókn frá Margréti Lind Ólafsdóttur og Jóhanni Pétri Reyndal Skólabraut 16 um stækkun hússins að Hofgörðum 21 samkv. uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts.

7.         Hugmyndasamkeppni um Hafnarsvæðið.

8.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti fh. Lauga ehf. Sundlaugavegi 30 Rvk.. um byggingu heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd sbr. 2. lið síðustu fundargerðar.

9.         Erindi frá Jakobi Gunnarssyni fh. Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.

 

2. Deiliskipulag Skerjabrautar 1-3. Niðurstaða auglýsingar.

Byggingarfulltrúa falið að semja drög að svörum við athugasemdum sem bárust í samráði við höfunda deiliskipulagsins. Einnig verði leitað álits höfunda fyrirhugaðs rammaskipulags hverfisins.

 

3.  Deiliskipulag Vesturhverfis. Svör við athugasemdum.

Lögð voru fram drög deiliskipulagshöfundar að svörum við athugasemdum sem borist höfðu. Byggingarfulltrúa falið að óska eftir lögfræðiáliti fyrir næsta fund.

 

4.  Umsókn frá Ögmundi Skarphéðinssyni fh. Íslenskra aðalverktaka hf. Höfðabakka 9 Rvk. um byggingu 3ja hæða fjölbýlishúss ásamt kjallara og bílgeymslu neðanjarðar á Hrólfsskálamel samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

Óskað er eftir frekari hönnunargögnum.

 

5.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkv. uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts.

Frestað og byggingarfulltrúa jafnframt falið að ræða við umsækjanda.

 

6.  Umsókn frá Margréti Lind Ólafsdóttur og Jóhanni Pétri Reyndal Skólabraut 16 um stækkun hússins að Hofgörðum 21 samkv. uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

7.  Hugmyndasamkeppni um Hafnarsvæðið.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að skipa eftirtalda aðila í dómnefnd:       

Inga Hersteinsdóttir formaður, Sólveig Pálsdóttir, og Ragnhildur Ingólfsdóttir, ásamt fulltrúa frá Arkitektafélagi Íslands.

Dómnefndinni er falið að semja forsögn að verkefninu ásamt tillögu að verðlaunafé og tímaramma og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

8.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti fh. Lauga ehf. Sundlaugavegi 30 Rvk. um byggingu heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd sbr, 2. lið síðustu fundargerðar.

Samþykkt með 4 atkvæðum enda liggi fyrir áætlun um heildargestafjölda á háannatímum.

Ó.E situr hjá með vísan til bókunar sinnar á 97. fundi nefndarinnar.

 

9.  Erindi frá Jakobi Gunnarssyni fh. Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík.

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að æskilegast sé að mótuð verði sameiginleg stefna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um lagningu línanna. Nefndin tekur jafnframt undir þær hugmyndir sem  fram hafa komið um að háspennulínur verði almennt lagðar í jörð, þannig að umhverfisáhrif verði sem minnst.

 

10.  Fundi slitið kl. 09:50

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Björg Fenger (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?