Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

103. fundur 08. mars 2007


103. fundur  skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 08. mars 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Erna Gísladóttir , Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Björg Fenger og Haukur Kristjánsson f.h. byggingafulltrúa.

Fundargerð ritaði  Haukur Kristjánsson.

Dagskrá:

1.      Umsókn Íslenskra  aðalverktaka um takmarkað byggingaleyfi til að rífa bygginguna að Suðurströnd 4 Seltjarnarnesi ásamt leyfi til að reisa girðingu kringum vinnusvæði á Hrólfsskálamel.

2.      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ögmundi Skarphéðinssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf.. Höfðabakka 9 Rvk.. um byggingu 3ja hæða fjölbýlishúss ásamt kjallara og bílgeymslu neðanjarðar á Hrólfsskálamel samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

3.      Deiliskipulag Skerjabrautar 1-3, tekin fyrir svör við athugasemdum  vegna  auglýstar  tillögu að deiliskipulagi.

4.      Deiliskipulag Vesturhverfis, tekin fyrir svör við athugasemdum vegna auglýstar tillögu að deiliskipulagi.

5.      Erindi frá skrifstofu skipulags og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar: Breytingar á landnotkun í Austurhöfn í miðborg Reykjavíkur. Breyting  á svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

6.      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Margréti Lind Ólafsdóttur og Jóhanni Pétri Reyndal Skólabraut 16 um stækkun hússins að Hofgörðum 21 feb. samkv. uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts.

7.      Umsókn frá Guðjóni G. Daníelssyni Nesbala 23  um samþykki reyndarteikninga  af  Nesbala 23 Seltjarnarnesi.

8.      Umsókn frá Rúnari Unnþórssyni, Sigþóru Bergsdóttir og Öldu Sigurðardóttir Nesvegi 123  um samþykki reyndarteikninga  vegna eignarskiptasamnings Nesvegar 123.

9.       Umsókn um byggingarleyfi  f.h. Viðars  Böðvarssonar  Látraströnd 56 Seltjarnarnesi vegna viðbyggingar við  Látraströnd 56.

10.  Umsókn frá Sigríði Sigmundsdóttir og Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16  um byggingarleyfi vegna breytinga á Miðbraut 16 Seltjarnanesi.

11.  Fasteignafélagið B-16  Granaskjóli 64 107 Reykjavík sækir um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Nesvegi 107 Seltjarnarnesi og er jafnframt  sótt um leyfi til að rífa gamla húsið..

12.  Erindi frá Bryndísi Loftsdóttir Sæbraut 4 Seltjarnarnesi vegna hraðaksturs á Skerjabraut Seltjarnarnesi..

13.  Tillögur sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu til vegaáætlunarárin 2007 til 2010 og langtímaáætlun til 2018 um forgangsröðun vegaframkvæmda á Höfuðborgarsvæðinu.

14.  Bréf slökkviliðsstjóra vegna óleyfilegra íbúða í atvinnuhúsnæði á starfsvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

15.  Bréf frá Leið ehf  Aðalstræti 21 Bolungavík um tillögu að hafin verði undirbúningur að gjaldtöku vegna aksturs ökutækja á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Fundur settur af formanni kl. 8:05.

1.      Tekin fyrir umsókn Íslenskra  aðalverktaka um takmarkað byggingaleyfi til að rífa bygginguna að Suðurströnd 4 Seltjarnarnesi ásamt leyfi til að reisa girðingu kringum vinnusvæði á Hrólfsskálamel.  Umsóknin samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falin afgreiðsla málsins í samræmi við byggingareglugerð.

2.      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ögmundi Skarphéðinssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. Höfðabakka 9 Rvk. um byggingu 3ja hæða fjölbýlishúss ásamt kjallara og bílgeymslu neðanjarðar á Hrólfsskálamel samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.  Umsóknin samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falin afgreiðsla málsins.  Gerður er fyrirvari um götuheiti og númer.

3.      Deiliskipulag Skerjabrautar 1-3, tekin fyrir svör við athugasemdum  vegna  auglýstar  tillögu að deiliskipulagi.  Eftir umræður um svörin og með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum voru þau samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn atkvæði fulltrúa minnihlutans sem jafnframt lagði fram neðangreinda bókun. Byggingafulltrúa falið að ganga frá endanlegum svörum í samræmi við breytingar og umræður.  Jafnframt er byggingafulltrúa falið að óska eftir breytingum á deiliskipulagsuppdráttum til samræmis við umræður á fundinum.  Nefndin beinir þeim tilmælum til hönnuða hússins að þeir leiti allra leiða til þess að koma sem mest til móts við athugasemdir bæjarbúa, í samræmi við svör nefndarinnar. 

Samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.  Fulltrúi  Neslistans situr hjá.

Bókun fulltrúa Neslistans:

“Svör skipulags-og mannvirkjanefndar við athugasemdum íbúa við hugmyndum að deiliskipulagi á Skerjabraut 1-3 eru í mörgum atriðum ófullnægjandi. Í raun má segja að helstu athugasemdum sé aðeins svarað með almennum tilmælum til lóðarhafa. Eðlilegt hefði verið að láta vinna  frekari útfærslur varðandi götumynd Skerjabrautar og aðlögun að nærliggjandi byggð næst umræddri lóð og endurskoða nýtingarhlutfall á lóðinni sem er það hæsta á Seltjarnarnesi.  Ábendingu ráðgjafarfyrritækis um heildarmat á umferð  er ekki sinnt. Komast hefði mátt hjá þessum vandræðagangi með því að vinna heildstætt deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfið sem drög hafa verið lögð að og Neslistinn lagt áherslu á í þessu máli.”

Stefán Bergmann (sign.)

4.      Deiliskipulag Vesturhverfis, tekin fyrir svör við athugasemdum vegna auglýstar tillögu að deiliskipulagi.  Eftir umræður um svörin og með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, voru þau samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falið að ganga frá endanlegum svörum.  Byggingarfulltrúa jafnframt falið að ganga frá breyttum deiliskipulagsuppdráttum til samræmis við umræður og ákvarðanir á fundinum.

Samþykkt var samhljóða að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu

 

Liðum 5 til15 frestað til aukafundar sem boðaður verður sérstaklega.

Fundi slitið kl. 10:08.

Ingimar Sigurðsson (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Björg Fenger (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?