Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

105. fundur 12. apríl 2007

105. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 12, apríl 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.  

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Skipulag Bygggarða – Sefgarðasvæðis.                                         

3.         Umsókn frá Golfklúbbi Ness um byggingu geymsluhúss við núverandi tækjageymslu klúbbsins samkvæmt uppdráttum Leifs Gíslasonar byggingarfræðings.

4.         Umsókn frá Funkís arkitektum þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stækkun kjallara áður samþykktrar heilsuræktarstöðvar við íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

5.         Umsókn frá Önnu Fríðu Ottósdóttur Sæbraut 11 um leyfi til að stækka svalir á 2. hæð hússins að Sæbraut 11 ásamt breytingu á garðvegg.

6.         Umsókn frá Guðlaugi B. Ásgeirssyni Nesbala 30 um leyfi til að stækka húsið að Nesbala 30 samkvæmt uppdráttum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts.

7.         Erindi frá Guðmundi Albertssyni og Sigríði Ólafsson Bollagörðum 22 þar sem óskað er eftir leyfi til að síkka glugga á norðurhlið hússins að Bollagörðum 22.

8.         Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut.

9.         Erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 þar sem ítrekuð er ósk um leyfi til að byggja ofan á húsið að Miðbraut 34.

10.     Tekið fyrir að nýju erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8 um byggingu garðhýsis, sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni nr. 8 við Bakkavör samkvæmt breyttum uppdráttum Bjargeyjar4 Guðmundsdóttur arkitekts.

11.     Fyrirspurn frá Ásbirni Jónssyni Melabraut 40 um breytingu á innraskipulagi ásamt leyfi fyrir skyggni yfir aðalinngang hússins að Melabraut 40.

12.     Fyrirspurn frá Hildi S. Aðalsteinsdóttur Tjarnarmýri 3 varðandi breytingu á innrafyrirkomulagi ásamt lokun á svölum hússins að Vesturströnd 3 samkvæmt uppdráttum Hauks Viktorssonar arkitekts.

13.     Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Neslistans í skipulags- og mannvirkjanefnd varðandi reglur um auglýsingaskilti í bæjarfélaginu.

 

1.  Fundur settur af formanni kl. 8:05.

 

2.  Skipulag Bygggarða og Sefgarðasvæðis.

Haldið var áfram umræðum um fyrirliggjandi skipulagsdrög sem kynnt voru á síðasta fundi nefndarinnar. Fyrir fundinn var lagt fram frummat á áhrifum bílaumferðar vegna skipulagsins unnið af VSÓ Ráðgjöf. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari upplýsingum.

 

3. Umsókn frá Golfklúbbi Ness um byggingu geymsluhúss við núverandi tækjageymslu klúbbsins samkvæmt uppdráttum Leifs Gíslasonar byggingarfræðings.

Samþykkt.

 

4.  Umsókn frá Funkís arkitektum þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stækkun kjallara áður samþykktrar heilsuræktarstöðvar við íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Samþykkt.

 

5.  Umsókn frá Önnu Fríðu Ottósdóttur Sæbraut 11 um leyfi til að stækka svalir á 2. hæð hússins að Sæbraut 11 ásamt breytingu á garðvegg.

Samþykkt.

 

6.  Umsókn frá Guðlaugi B. Ásgeirssyni Nesbala 30 um leyfi til að stækka húsið að Nesbala 30 samkvæmt uppdráttum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts.

Samþykkt.

 

7.  Erindi frá Guðmundi Albertssyni og Sigríði Ólafsson Bollagörðum 22 þar sem óskað er eftir leyfi til að síkka glugga á norðurhlið hússins að Bollagörðum 22.

Samþykkt.

 

8. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá byggingarfélaginu Smára um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullkominni byggingarleyfisumsókn.

 

9. Erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 þar sem ítrekuð er ósk um leyfi til að byggja ofan á húsið að Miðbraut 34.

Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst ekki á þessa ósk þar sem hún myndi raska markmiði deiliskipulagstilögu sem nefndin hefur unnið að og vísað var til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu á fundi nefndarinnar þann 8. mars s.l. Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að að hún muni taka jákvætt í ósk um breytt þakform til varnar þakleka og jafnframt vill nefndin benda á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir möguleikum á stækkun núverandi íbúðar. 

 

10. Tekið fyrir að nýju erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8  um byggingu garðhýsis, sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni nr. 8 við Bakkavör.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið enda verði þakklæðning á sorpgeymslu og garðhýsi óbrennanleg, án þakpappa  ennfremur skulu sorpgeymsla og garðhýsi klædd að innan með klæðningu í fl. 1.

Ennfremur eru framkvæmdirnar skilyrtar því að þær hafi engin áhrif á eðlilega uppbyggingu og nýtingu lóðarinnar að Bakkavör 6. Skilyrðunum skal þinglýst.

 

11. Fyrirspurn frá Ásbirni Jónssyni Melabraut 40 um breytingu á innra skipulagi ásamt leyfi fyrir skyggni yfir aðalinngang hússins að Melabraut 40.

Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

 

12. Fyrirspurn frá Hildi S. Aðalsteinsdóttur Tjarnarmýri 3 varðandi breytingu á innra skipulagi ásamt lokun á svölum hússins að Vesturströnd 3 samkvæmt uppdráttum Hauks Viktorssonar arkitekts.

Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

 

13. Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Neslistans í skipulags- og mannvirkjanefnd varðandi reglur um auglýsingaskilti í bæjarfélaginu.

 

14.  Fundi slitið kl. 09:40

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?