Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

107. fundur 07. júní 2007

107. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 07, júní 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Ólafur Egilsson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Umsókn frá Vihelm Einarssyni Brautarholti 2 Rvk. um breytingu á innra fyrirkomulagi 1. hæðar að Austurströnd 1 samkv. uppdráttum Ingimundar Sveinssonar arkitekts.                                          
  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
  4. Lagt fram erindisbréf fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness sem samþykkt var í bæjarstjórn þ. 11.04. 2007.
  5. Erindi frá framkvæmdastjóra sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn um viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.
  6. Erindi frá Þorsteini Yngva Guðmundssyni f.h. Nova ehf þar sem óskað er leyfis til að setja upp loftnetssendi á dælustöð Hitaveitunnar að Lindarbraut 13.
  7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr 36 við Nesbala samkv. uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
  8. Umsókn frá Alberti Guðmundssyni Tjarnarstíg 14 þar sem sótt er um stækkun svala ofl. utanhúss ásamt samþykki reyndarteikningar af innra skipulagi hússins að Tjarnarstíg 14 samkv. uppdráttum Reynis Adamssonar arkitekts.
  9. Umsókn frá Pétri Guðmundssyni Lambastaðabraut 3 um byggingu anddyris og kvists á húsið að Lambastaðabraut 3 samkv uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
  10. Erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni varðandi niðurrif hússins að Unnarbraut 19 og tillögu að skipulagi fyrir nýtt hús á sömu lóð samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.
  2. Umsókn frá Vilhelm Einarssyni Brautarholti 2 Rvk. um breytingu á innra fyrirkomulagi 1. hæðar að Austurströnd 1 samkv. uppdráttum Ingimundar Sveinssonar arkitekts.
    Samþykkt enda verði gerð grein fyrir brunavörnum á fullnægjandi hátt.
  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts. Fyrir liggur umsögn  deiliskipulagshöfundar svæðisins.
    Umsókninni er hafnað þar sem nýtingarhlutfall er of hátt.
  4. Lagt fram erindisbréf fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness sem samþykkt var í bæjarstjórn þ. 11.04. 2007.
  5. Erindi frá framkvæmdastjóra sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn um viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.
    Tæknideild hefur þegar samið við fyrirtækið sem annast mun um sorphirðu fyrir bæjarfélagið á næstu árum um að gera slíka viðbragðsáætlun.
  6. Erindi frá Þorsteini Yngva Guðmundssyni f.h. Nova ehf þar sem óskað er leyfis til að setja upp loftnetssendi á dælustöð Hitaveitunnar að Lindarbraut 13.
    Frestað og jafnframt óskað eftir teikningu af framkvæmdinni.
  7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkv. uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts.
    Niðurstaða grenndarkynningar.
    Umsókninni er synjað vegna framkominna athugasemda við grenndarkynningu.
  8. Umsókn frá Alberti Guðmundssyni Tjarnarstíg 14 þar sem sótt er um stækkun svala ofl. utanhúss ásamt samþykki reyndarteikningar af innra skipulagi hússins að Tjarnarstíg 14 samkv. uppdráttum Reynis Adamssonar arkitekts.
    Samþykkt.
  9. Umsókn frá Pétri Guðmundssyni Lambastaðabraut 3 um byggingu anddyris og kvists á á húsið að Lambastaðabraut 3 samkv. uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsóknina og óskar jafnframt eftir frekari uppdráttum.
  10. Erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni varðandi niðurrif hússins að Unnarbraut 19 og tillögu að skipulagi fyrir nýtt hús á sömu lóð samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar jafnframt eftir frekari uppdráttum.
  11. Fundi slitið kl. 10:00

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?