Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

108. fundur 28. júní 2007

108. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 28, júní 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

                                                      

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning

  2. Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings ásamt niðurrif á eldra húsi.

  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. Skrúðási 14 Garðabæ um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa á lóðunum samkv. breyttum uppdráttum Péturs Arnar Björnssonar arkitekts.

  4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.

  5. Erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts.

  6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt á lóðinni samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

  7. Skipulag Bygggarðasvæðis.

  8. Erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti f.h. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.

  2. Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss  á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings ásamt niðurrif á eldra húsi.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsóknina en frestar lokaafgreiðslu. Niðurrif eldra húss samþykkt.

  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. Skrúðási 14 Garðabæ um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa á lóðunum samkv. breyttum uppdráttum Péturs Arnar Björnssonar arkitekts.

    Umsókninni synjað á grundvelli aðkomu frá Eiðismýri og fjölda bílastæða.

  4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar er eftir umsögn deiliskipulagshöfundar um málið.

  5. Erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts. Frestað.

  6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni  þar sem sótt er um leyfi  til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt á lóðinni samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

    Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  7. Skipulag Bygggarðasvæðis.

    Lögð voru fram af Hornsteinum arkitektum ný gögn í málinu.

  8. Erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti fh. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.

    Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 10:05

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?