Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

109. fundur 12. júlí 2007

109. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 12, júlí 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.                   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Umsókn frá Leó Jónssyni fh. Íslenskra aðalverktaka hf. um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu fjölbýlishússins að Hrólfsskálamel 2-8. 
  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
  4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts
  5. Skipulag Bygggarðasvæðis.
  6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti fh. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.
  7. Erindi frá Nova ehf um leyfi til að setja upp loftnetsbúnað fyrir gsm á þaki spennistöðvar OR við Látraströnd.
  8. Erindi frá Nova ehf þar sem sótt er um leyfi til að setja upp loftnetsbúnað fyrir gsm á þaki hússins að  Bygggörðum 12.
  9. Fyrirspurn frá Pétri M. Halldórssyni og Sigurlínu M. Magnúsdóttur Grænumýri 1 um byggingu sólstofu við húsið að Grænumýri 1 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.
  10. Fyrirspurn frá Björgólfi Jóhannssyni og Málfríði Pálsdóttur Grænumýri 3 um leyfi til að setja glugga á kjallararými hússins að Grænumýri 3 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.
  11. Umsókn frá Sigurði Björnssyni Suðurmýri 52(Skaftafelli 1) um endurnýjun byggingarleyfis fyrir stækkun hússins að Suðurmýri 52 samkv. uppdráttum Gísla G. Gunnarssonar byggingarfræðings.
  12. Umsókn frá Jóhönnu Sigurveigu B. Ólafsdóttur Melabraut 17 um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan ásamt viðbyggingu við húsið að Melabraut 17 samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.

  2. Umsókn frá Leó Jónssyni fh. Íslenskra aðalverktaka hf. um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu  fjölbýlishússins að Hrólfsskálamel 2-8. Samþykkt.

  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
    Synjað á grundvelli nýsamþykkts deiliskipulags.

  4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á erindið þar sem ekki liggur fyrir breytt deiliskipulag af svæðinu.

  5. Skipulag Bygggarðasvæðis.
    Formanni og varaformanni falið að ræða við deiliskipulagshöfund um breytta útfærslu á fyrirliggandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins.

  6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti fh. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.
    Skipulags- og mannvirkjanefndar vísar til samþykktar sinnar frá 17. ágúst 2006.

  7. Erindi frá Nova ehf þar sem sótt er um leyfi til að setja upp loftnetsbúnað fyrir gsm á þaki spennistöðvar OR við Látraströnd.  Samþykkt.

  8. Erindi frá Nova ehf þar sem sótt er um leyfi til að setja upp loftnetsbúnað fyrir gsm á þaki hússins að Bygggörðum 12.  Samþykkt.

  9. Fyrirspurn frá Pétri M. Halldórssyni og Sigurlínu M. Magnúsdóttur Grænumýri 1 um byggingu sólstofu við húsið að Grænumýri 1 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.
    Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  10. Fyrirspurn frá Björgólfi Jóhannssyni og Málfríði Pálsdóttur Grænumýri 3 um leyfi til að setja glugga á kjallararými hússins að Grænumýri 3 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.
    Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  11. Umsókn frá Sigurði Björnssyni Suðurmýri 52 (Skaftafell 1) um endurnýjun byggingarleyfis fyrir stækkun hússins að Suðurmýri 52 samkv. uppdráttum Gísla G. Gunnarssonar byggingarfræðings. Samþykkt.

  12. Umsókn frá Jóhönnu Sigurveigu B. Ólafsdóttur Melabraut 17 um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan ásamt viðbyggingu við húsið að Melabraut 17 samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts.
    Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  13. ÓE og SB gerðu grein fyrir 1. fundi nýstofnaðrar samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem þeir sátu.

  14. Fundi slitið kl. 09:30

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?