Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

110. fundur 16. ágúst 2007

110. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 16, ágúst 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.    

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Forföll boðuðu Þórður Ó. Búason og Erna Gísladóttir.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.


Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Breyting á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða. Niðurstaða auglýsingar.
 3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.  
 4. Erindi frá Helgu Steinunni Guðmundsdóttur Nesbala 66 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum og útihurðum hússins að Nesbala 66 samkvæmt uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings.
 5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni um leyfi til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt á lóðinni samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
 6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða  húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings.
 7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Pétri Guðmundssyni Lambastaðabraut 3 um byggingu anddyris og kvists á húsið að Lambastaðabraut 3 samkv. uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
 8. Umsókn frá Páli Á. Guðmundssyni og Elsu Nielsen Skólabraut 16 um byggingu kvists á húsið að Skólabraut 16 samkv. uppdráttum Málfríðar Kristjásdóttur arkitekts.

 

 1. Fundur settur af formanni kl. 8:10.

 2. Breyting á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða. Niðurstaða auglýsingar.
  Athugasemdir bárust frá 2 aðilum. Málinu vísað til deiliskipulagshöfundar til athugunar og að semja drög að svörum við athugasemdum fyrir næsta fund nefndarinnar.

 3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
  Samþykkt.

 4. Erindi frá Helgu Steinunni Guðmundsdóttur Nesbala 66 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum og útihurðum hússins að Nesbala 66 samkvæmt uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings.
  Samþykkt.

 5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni um leyfi til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
  Athugasemdir bárust frá 6 aðilum.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurrif hússins og samþykkir skipulag lóðarinnar enda verði fyrirhugaður bílskur lækkaður á grundvelli framkominna athugasemda.
  Byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdum sem bárust.

 6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá byggingarfélaginu Smára Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkvæmt uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings.
  Samþykkt.

 7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Pétri Guðmundssyni Lambastaðabraut 3 um byggingu anddyris og kvists á húsið að Lambastaðabraut 3 samkv. uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
  Samþykkt.

 8. Umsókn frá Páli Á. Guðmundssyni og Elsu Nielsen Skólabraut 16 um byggingu kvists á húsið að Skólabraut 16 samkv. uppdráttum Málfríðar Kristjánsdóttur arkitekts.
  Samþykkt.

 9. Fundi slitið kl. 09:50

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Friðrik Friðriksson

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?