Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

112. fundur 04. október 2007

112. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 04, október 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.     

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Sigurður J. Grétarsson og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Forföll boðaði Ólafur Egilsson.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Deiliskipulagsmál.  
    • Lögð fram tillaga um að deiliskipuleggja lóð á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
    • Lögð fram tillaga um að hefjast handa við deiliskipulag vestursvæða þ.m.t. safnasvæði við Nesstofu.
  3. Fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað fh. eigenda hússins að Tjarnarstíg 5 um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús ásamt byggingu bílskúra á lóðinni að Tjarnarstíg
  4. Fyrirspurn frá Rakel Pétursdóttur Kirkjubraut 11 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 11 við Kirkjubraut.  
  5. Umsókn frá Önnu Brynju Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 28 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
  6. Fyrirspurn frá eiganda hússins að Fornaströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornaströnd 6 og byggja bílskúr.
  7. Erindi frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála þar sem skipulasyfirvöldum bæjarins er gefinn kostur að tjá sig um kærur sem borist hafa úrskurðarnefndinni varðandi deiliskipulag Vesturhverfis.
  8. Erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 þar sem ítrekuð er ósk um leyfi til að breyta þaki og byggja ½ hæð að hluta ofan á húsið að Miðbraut 34 samkvæmt uppdráttum Nýju Teiknistofunnar ehf.

 

  1.  Fundur settur af formanni kl. 8:10.

  2. Deiliskipulagsmál.
    • Lögð fram tillaga um að deiliskipuleggja lóð á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
      Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
      Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir reit á horni Nesvegar og Suðurstrandar. Reiturinn er skilgreindur sem miðsvæði í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 – 2024 og liggur milli Nesvegar og leikskólans Mánabrekku.

      Verkið hefjist með gerð forsagnar og verkáætlunar sem unnin verði í samvinnu við fulltrúa úr Skipulags- og mannvirkjanefnd. Lagt er til að Hornsteinum og VSÓ Ráðgjöf verði falið að vinna í sameiningu að gerð skipulagsins.

    • Lögð fram tillaga um að hefjast handa við deiliskipulag vestursvæða þ.m.t. safnasvæði við Nesstofu.

      Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
      Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir vestursvæði Seltjarnarness, Suðurnes, Gróttu og Bakkatjörn.

      Svæðið afmarkast í austri af íbúðarsvæðum við Nesbala og Bygggarða. Samkvæmt Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 – 2024 er nýting svæðisins í megindráttum tvískipt

      a.   Annarsvegar reitur umhverfis Nesstofu sem skilgreindur er sem svæði með blandaðri landnotkun, fyrir þjónustustofnanir og opið svæði til sérstakra nota. Þar er áformað að fyrirhugað Lækningaminjasafn rísi og skal deiliskipulag taka mið af því.

      b.  
      Hins vegar eru opin svæði til sérstakra nota svo sem útivistarsvæði, golfvöllur, Grótta, Bakkatjörn ofl.

      Verkið hefjist með gerð forsagnar og verkáætlunar sem unnin verði í samvinnu við fulltrúa úr Skipulags- og mannvirkjanefnd. Lagt er til að fela Hornsteinum og VSÓ Ráðgjöf að vinna í sameiningu að gerð skipulagsins.

      Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

      Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir vestursvæði Seltjarnarness.

      Nefndin mun á næsta fundi taka afstöðu til álitlegustu leiða til að framkvæma verkið með hliðsjón af mikilvægi þess fyrir framtíð Seltjarnarness, fjölbreytileika svæðanna og þeim úrlausnarefnum sem vinna þarf að. Meðal leiða sem koma til álita er gerð rammaáætlunar fyrir svæðin og samkeppni um tillögur að deiliskipulagi.

      Breytingartillaga Sefáns var felld með 4 atkvæðum.

      Tillögur formans voru samþykktar með 4 atkvæðum. Stefán greiddi atkvæði á móti.

      Stefán lagði fram eftirfarandi bókun við tillögu formanns um vestursvæði:

      Fulltrúi Neslistans er samþykkur því að tímabært er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir vestursvæðin. Sú vinna þarf að byggjast á samvinnu við hagsmunaaðila, opnu lýðræðislegu ferli og málefnalegri umræðu í bænum. Hann telur ófært að leiðandi ráðgjafi við gerð deiliskipulagsins verði hönnuður uppbyggingar á Bygggarðareitnum og þjónustuaðili eignarhaldsfélags þess svæðis, eins og tillaga formanns skipulagsnefndar felur í sér, enda augljósir hagsmunaárekstrar í sjónmáli.

      Stefán lagði fram eftirfarandi bókun vegna tillögu formanns um deiliskipulag á miðsvæði:

      Neslistinn hefur markað þá stefnu að miðsvæði Seltjarnarness verði skipulagt sem heild í opnu samstarfi við hagsmunaaðila. Það að skipuleggja lítinn hluta af því nú er stór varasöm ráðstöfun sem flækt getur málin fyrir síðari tíma. Horfa þarf til Eiðistorgs, svæðanna við Austurströnd og á Hrólfsskálamel sem heildar, tenginga þeirra í milli og leita snjallra úrlausna með þátttöku margra. Þessa vinnu er löngu tímabært að hefja.

  3. Fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað fh. eigenda hússins að Tjarnarstíg 5 um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús ásamt byggingu bílskúra á lóðinni að Tjarnarstíg 5.
    Óskað er eftir frekari gögnum.

  4. Fyrirspurn frá Rakel Pétursdóttur Kirkjubraut 11 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 11 við Kirkjubraut.
    Óskað eftir frekari gögnum.

  5. Umsókn frá Önnu Brynju Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um leyfi til að rífa húsið að Lindarbraut 28 og byggja nýtt samkvæmt uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
    Samþykkt með því skilyrði að hámarkshæð húss og bílskúrs verði ekki meiri en núverandi húss og áður samþykkts bílskúrs.

  6. Fyrirspurn frá eiganda hússins að Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið og byggja bílskúr á lóðinni nr. 6 við Fornuströnd.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir nánari uppdráttum samkv. tillögum nr. 2 eða 3 í fyrirspurninni.

  7. Erindi frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála þar sem skipulagsyfirvöldum bæjarins er gefinn kostur á að tjá sig um kærur sem borist hafa úrskurðarnefndinni varðandi deiliskipulag Vesturhverfis.
    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samráði við lögmann og höfund deiliskipulagsins.

  8. Lagt fram erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 þar sem ítrekuð er ósk um leyfi til að breyta þaki og byggja ½ hæð að hluta ofan á húsið að Miðbraut 34 samkvæmt uppdráttum Nýju Teiknistofunnar ehf.
    Frestað.

  9. Fundi slitið kl. 10:10

 

Ingimar Sigurðsson (samkv.)

Þórður ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Sigurður J. Grétarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?