Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

113. fundur 18. október 2007

113. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 18, október 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.    

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um byggingu vallarhúss og áhorfendastúku við gervigrasvöllinn við Suðurströnd samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Jafnframt er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu.
 3. Erindi frá bæjarstjóra fh. bæjarsjóðs þar sem óskað er leyfis til færslu lagna og losunar klappar vegna fyrirhugaðrar stækkunar fimleikaaðstöðu í íþróttamiðstöð.                                      
 4. Umsókn frá Guðmundi Hafsteinssyni Lindarbraut 2a um stækkun hússins að Lindarbraut 2a samkvæmt uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts.  
 5. Bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ásamt kæru sem barst úrskurðarnefndinni vegna byggingarleyfis fyrir Melabraut 27 en þar er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
 6. Fulltrúi Neslistans leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir af gefnu tilefni:
  • Hvernig eru ákvarðanir teknar um nýjar hraðahindranir á götum á Seltjarnarnesi?
  • Hvenær er að vænta niðurstaðna úr könnun á hvaða reglur gilda um skilti á almannafæri    og í opinberum byggingum á Seltjarnarnesi.

                                            Stefán Bergmann

 

 1.  Fundur settur af formanni kl. 8:10.

 2. Umsókn frá bæjarstjóra fh. bæjarsjóðs um byggingu vallarhúss og áhorfendastúku við gervigrasvöllinn við Suðurströnd samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Jafnframt er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu.

  Samþykkt. Ennfremur er takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir jarðvinnu.

 3. Erindi frá bæjarstjóra fh. bæjarsjóðs þar sem óskað er leyfis til færslu lagna og losunar klappar vegna fyrirhugaðrar stækkunar fimleikaaðstöðu í íþróttamiðstöð.

  Samþykkt.

 4. Umsókn frá Guðmundi Hafsteinssyni Lindarbraut 2a um stækkun hússins að Lindarbraut 2a samkvæmt uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts.

  Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsóknina en óskar eftir frekari gögnum.

 5. Bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ásamt kæru sem barst úrskurðarnefndinni vegna byggingarleyfis fyrir Melabraut 27 en þar er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Byggingarfulltrúa falið að svara nefndinni.

 6. Fulltrúi Neslistans leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir af gefnu tilefni:
  • Hvernig eru ákvarðanir teknar um nýjar hraðahindranir á götum á Seltjarnarnesi?
  • Hvenær er að vænta niðurstaðna úr könnun á hvaða reglur gilda um skilti á almannafæri og í opinberum byggingum á Seltjarnarnesi?

                    Stefán Bergmann

Fundi slitið kl. 9:10

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Erna Gísladóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?