Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

121. fundur 19. júní 2008


121. fundur  skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 19. júní  2008  n.k. kl. 8:00  að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson og Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá

  1. Fundarsetning
  2. Deiliskipulagsmál.
  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt breyttum uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.      
  4. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.
  5. Tekin fyrir að nýju tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
  6. Umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk. um leyfi til að klæða húsið að Suðurmýri 58 að utan samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar byggingarfræðings.
  7. Tekin til umræðu að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.
  8. Umsókn frá Stefáni Péturssyni og Ingunni G. Árnadóttur Hofgörðum 20 um stækkun hússins að Hofgörðum 20 samkvæmt uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts.

    

  1.  Fundur settur af varaformanni kl. 8:05.

  2. Deiliskipulagsmál.
    Rætt var almennt um þau deiliskipulagsverkefni sem unnið er að og stöðu þeirra mála. Fram kom að reiknað er með að deiliskipulag vestursvæða verði lagt fyrir nefndina á næsta fundi.

  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkv. breyttum uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts. Samþykkt.

  4. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.     Samþykkt að óska eftir frekari útfærslu á tillögunni. Auk þess var samþykkt að óska eftir nýjum valkosti í samræmi við umræður á fundinum.

  5. Tekin fyrir að nýju tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.  Eftirfarandi umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar var samþykkt samhljóða:  
    Gagnrýnt er að í tillögunni er aðkomu Seltjarnarness að aðalskipulagi austan Lögbergsbrekku að sveitarfélagamörkun losaralega lýst, sbr. kaflana: Samantekt, 1.1, 1.5, 3.4.2. og 3.6. Ýmist er sveitarfélagsins látið ógetið, nafn þess sett í sviga eða getið á villandi hátt. Farið er fram á að þetta verði lagfært enda full grein gerð fyrir stöðu mála í aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. (Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024.  Greinargerð bls. 75-77).          
    Nefndin telur rétt að minna á eftirfarandi:  Seltjarnarnes hefur tekið afstöðu til ýmissa atriða er varða svæðið í gegnum árin, s.s. efnistöku, starfsemi og uppbyggingu á Sandskeiði, lagningu hitaveituæðar, raflína og vega um svæðið.  Í undirbúningi aðalskipulags Seltjarnarness 2006-2024 var svæðið afmarkað, skilgreint og því lýst með gerð aðalskipulags að markmiði.  Að tilmælum Skipulagsstofnunar var aðalskipulagi frestað á svæðinu með sama hætti og gert var með aðalskipulag Kópavogs og Mosfellsbæjar. Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur markað almenna stefnu varðandi umrædd svæði og námuna við Bolöldu og hætt að ráðstafa efnistökuheimildum vegna óæskilegra áhrifa á útivistarsvæðið við Vífilsfell.

  6. Umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk. um leyfi til að klæða húsið að Suðurmýri 58 að utan samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirsonar byggingarfræðings.  Samþykkt.

  7. Tekin til umræðu að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala. Frestað til næsta fundar.

  8. Umsókn frá Stefáni Péturssyni og Ingunni G. Árnadóttur Hofgörðum 20 um stækkun hússins að Hofgörðum 20 samkvæmt uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  9. Fundi slitið kl. 10:00

 

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?