Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

14. ágúst 2008


123. fundur  skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 14. ágúst  2008  kl. 8:00  að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson, Sigurður J. Grétarsson og Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.                   

Dagskrá: 

  1. Deiliskipulagsmál.
    a.       Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. Á fundinn mætir Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
    b.      Deiliskipulag vestursvæða.
  2. Umsókn frá Ásbirni Jónssyni og Hildigunni Gunnarsdóttur Melabraut 40 um byggingu svala og skyggnis yfir aðkomu ásamt endurnýjun glugga og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts.      
  3. Umsókn frá Davíð Benedikt Gíslasyni og Brynhildi Þorgeirsdóttur Fornuströnd 12 um breytingu á innra fyrirkomulagi ásamt breytingu á gluggum og stækkun anddyris að Fornuströnd 12 samkv. uppdráttum Sigríðar Maack arkitekts.
  4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Stefáni Péturssyni og Ingunni G. Árnadóttur Hofgörðum 20 um stækkun hússins að Hofgörðum 20 samkv. uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts.
  5. Umsókn frá Jóni Guðmundssyni arkitekti Látraströnd 12 um leyfi til að byggja sólstofu og endurnýja garðgeymslu á lóðinni nr. 12 við Látraströnd samkvæmt eigin uppdráttum.
  6. Lagðir fram tillöguuppdrættir af aðkomuleið að lækningaminjasafni í Nesi unnir af VSÓ ráðgjöf.
  7. Tekið til umræðu að nýju mál Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.   

  

Fundur settur af formanni kl. 8:05.

  1. Deiliskipulagsmál.
    a.  Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. Á fundinn mættu Valdís   Bjarnadóttir arkitekt og Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur. 
    Fóru þau yfir vinnuframgang verksins og tímaáætlun. Samþykkt var að vinna verkið heildstætt og flýta því eins og unnt er. Ákveðið var að nefndin sendi út bréf til íbúa hverfisins þar sem verkefnið er kynnt. Viku Valdís og Orri síðan af fundi.
    b.  Deiliskipulag vestursvæða.   Tekið var til umræðu minnisblað frá ráðgjöfum Hornsteina í framhaldi af fundi nefndarinnar frá 10. júlí sl. Málið verður rætt nánar á næsta fundi.   Friðrik Friðriksson tók þátt í afgreiðslu allra liða nema 1.b sem var ræddur síðast.

  2. Umsókn frá Ásbirni Jónssyni og Hildigunni Gunnarsdóttur Melabraut 40 um byggingu svala og skyggnis yfir aðkomu ásamt endurnýjun glugga og    breytingu á innra fyrirkomulagi hússins að Melabraut 40 samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts. Samþykkt samhljóða.

  3. Umsókn frá Davíð Benedikt Gíslasyni og Brynhildi Þorgeirsdóttur Fornuströnd 12 um breytingu á innra fyrirkomulagi ásamt breytingu á gluggum og stækkun anddyris að Fornuströnd 12 samkv. uppdráttum Sigríðar Maack arkitekts. Samþykkt samhljóða.

  4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Stefáni Péturssyni og Ingunni G. Árnadóttur Hofgörðum 20 um stækkun hússins að Hofgörðum 20 samkv. uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts. Umsókninni synjað á grundvelli grenndarkynningar.

  5. Umsókn frá Jóni Guðmundssyni arkitekti Látraströnd 12 um leyfi til að byggja sólstofu og endurnýja garðgeymslu á lóðinni nr. 12 við Látraströnd samkvæmt eigin uppdráttum. Samþykkt samhljóða.

  6. Lagðir fram tillöguuppdrættir af aðkomuleið að lækningaminjasafni í Nesi unnir af VSÓ ráðgjöf. Ennfremur var tekið fyrir erindi frá bæjarstjóra þar sem óskað var heimildar til lagningar bráðabirgðavegar frá Sefgörðum að framkvæmdasvæði lækningaminjasafnsins. Heimild til lagningar bráðabirgðavegarins samþykkt samhljóða, að öðru leyti er málinu frestað til næsta fundar og ákveðið að kynna tillöguuppdrættina íbúum við götuna.

  7. Tekið til umræðu að nýju mál Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.Vegna kæru sem barst 10. október 2007 á afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar frá 12. júlí 2007 um byggingarleyfi að Nesbala 36 og afgreiðslu bæjarstjórnar Seltjarnarness frá 22.ágúst 2007 svo og úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. nóvember 2007 samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd samhljóða að fella úr gildi samþykkt sína frá 12. júlí 2007. Lóðareiganda er bent á að sækja um byggingarleyfi að nýju samkvæmt uppdráttum sem séu í samræmi við byggingarskilmála og deiliskipulag hverfisins.

  8. Önnur mál.                                                                                                   
    Upplýst var að Einar Norðfjörð láti af starfi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs hinn 1. október nk. að eigin ósk og við stöðunni taki Ólafur Melsted landslagsarkitekt, valinn úr hópi 7 umsækjenda.                                         

 

Fundi slitið kl. 10:20         

Ólafur Egilsson (sign), Stefán Bergmann (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Sigurður J. Grétarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?