Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. október 2008


125 . fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 16. október 2008  kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Friðrik Friðriksson, Erna Gísladóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.

Stefán Bergmann boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

 

1.      Aðalskipulagsmál:

Undirbúningur breytingar við Valhúsahæð (hjúkrunarheimili)

 

2.      Deiliskipulagsmál:

a. Lambastaðahverfi

b. Suðvestursvæði 

c. Vestursvæði

d. Bygggarðasvæði

e. Miðbæjarsvæði

 

3.      Byggingamál:

a. Læknaminjasafn

b. Hjúkrunarheimili

 

4.   Bílastæði við íþróttamiðstöð.

.

5.      Önnur mál.

 

Fundur settur af formanni kl. 8:05.

 

1.      Aðalskipulagsmál.

Undirbúningur breytingar við Valhúsahæð (hjúkrunarheimili)

Lagðar voru fram til kynningar 3 hugmyndir að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 unnar af Hlín Sverrisdóttur skipulagsfræðingi.

Málið rætt en afstöðu frestað uns hugmyndir um lögun hússins liggja nánar fyrir.

 

2.      Deiliskipulagsmál:

a. Lambastaðahverfi.

   Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og gat þess að sent hafi verið út dreifibréf til húseigenda hverfisins til kynningar. Ennfremur gat hann þess að forsögn að deiliskipulaginu hefði verið sett á heimasíðu bæjarins.

 

      b. Suðvesturhverfi.

      Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og kom þar m.a. fram að unnið væri að forsögn ásamt gagnagrunni.

      Samþykkt var ósk um að Ragnhildur Ingólfsdóttir taki sæti Stefáns Bergmanns sem fulltrúi nefndarinnar í verkefninu, jafnframt því sem nefndin ítrekaði að verkinu verði hraðað eftir föngum.

 

      c. Vestursvæði.

      Farið var yfir efnisþætti minnisblaðs hönnuða frá 10.07 200 þar sem farið var fram á leiðsögn nefndarinnar um ýmis atriði deiliskipulagsvinnunnar. Skipulagsstjóra falið að koma svörum nefndarinnar á framfæri við hönnuðina.

 

      d. Bygggarðasvæði.

      Skipulagsstjóra falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við bæjarstjóra.

 

      e. Miðbæjarsvæði.

      Ákveðið var að hefja vinnu við deiliskipulag miðbæjarsvæðisins. Fulltrúar nefndarinnar í verkefninu verða Þórður Búason og Ragnhildur Ingólfsdóttir.  

 

3.      Byggingamál:

a. Lækningaminjasafn.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir jarðvinnuframkvæmdum sem hafnar eru.

 

b. Hjúkrunarheimili.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins varðandi hönnunarvinnu ofl. Samþykkt var að kynna málið fyrir umhverfisnefnd.

 

4.   Bílastæði við íþróttamiðstöð.

Lagðar voru fram og ræddar nýjar útfærslur VSÓ á hugmyndum um breytingar á bílastæðum við íþróttamiðstöðina sem komu fram við fyrri umræður í nefndinni.

           

5.      Önnur mál.

a. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir þeim áformum sínum að leggja fram kort sem sýnir stöðu deiliskipulagsmála í bænum.       

 

               b. Kynnt  erindi frá Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur ofl. varðandi ósk um skráningu lögheimilis að Bygggörðum 10.

      

      

         Fundi slitið kl. 10:30

 

                       

       Ólafur Egilsson (sign)

       Þórður Ó. Búason (sign)

       Friðrik Friðriksson (sign)

       Erna Gísladóttir (sign)

       Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?