Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. desember 2008

127. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 11. desember 2008 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 2

Dagskrá:

 1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins:
    
  a.    Kársnes, Kópavogur, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024   
    
  b.    Sundahöfn Skarfabakki, Reykjavík, stækkun hafnarsvæðis, óveruleg breyting á svæðisskipulagi
             höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 
 2. Aðalskipulagsmál:
    
  a.    Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð.
 3. Deiliskipulagsmál:
    
  a.    Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi (umræða um málið)
    
  b.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
            
  i.              Miðbæjarsvæði
            
  ii.             Lambastaðahverfi
             
  iii.            Bakkahverfi
            
  iv.           Bygggarðasvæði
            
  v.            Vestursvæði
 4. Byggingamál:
    
  a.    Erindi frá Fasteignum ríkisins, Eiðistorg 13-15:  Breyting á húsnæði Lyfjastofnunar,-(Uppsetning léttra kerfisveggja, skjalageymslu breytt í skrifstofu og brunavarnir)
 5. Bílastæði við íþróttamiðstöð.
 6. Önnur mál.

 

Fundur settur af formanni kl. 8:05

 1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
    
  a.    Kársnes, Kópavogur, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
           
  Tekið fyrir erindi frá Smára Smárasyni skipulagsstjóra Kópavogsbæjar vegan tillögu að breytingu á 
            Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Kársnes – vesturhluti.
  Nefndin telur rétt að taka  málið  til frekari skoðunar og felur jafnframt skipulagsstjóra að láta vita bréflega að umsagnar sé von að athugun lokinni.
  b.    Sundahöfn Skarfabakki, Reykjavík, stækkun hafnarsvæðis, óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
  Tekið fyrir erindi frá Haraldi Sigurðssyni verkefnastjóra á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar um óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Sundahöfn – Skarfabakki. Stækkun hafnarsvæðis.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
 2. Aðalskipulagsmál.
  a.    Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir samhljóða tillögu sem fram var lögð, undirbúna af Hlín Sverrisdóttur, með þeirri breytingu á greinargerð, að byggingin sjálf skuli ekki   inn á svæðið sem er á náttúruminjaskrá. Jafnframt ítrekar nefndin að þess verði vandlega gætt við hönnun byggingarinnar að bæði hún og kirkjan fái notið sín án truflunar hvort frá annarri.    
  Þannig breyttri er tillögunni vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu. 
 3. Deiliskipulagsmál.
  a.    Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi.
  Haldið var áfram skoðun á yfirliti yfir stöðu deiliskipulags á Seltjarnarnesi sem skipulagsstjóri lagði fram á síðasta fundi nefndarinnar.  Lagðar voru fram hugmyndir Heimis Þorleifssonar sagnfræðings að nýjum hverfaheitum sem nefndin óskaði eftir frá honum.  Unnið að málinu áfram.    
  Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar með vísan til þeirra miklu vinnu sem framundan er í deiliskipulagsmálum að fallið verði frá áformuðum niðurskurði fjárveitingar til þeirra mála á næstu fjárhagsáætlun um meira en helming, niður í aðeins 3 millj. kr., og auknu fjármagni verði í þess stað varið til deiliskipulagsmálanna, enda mikilvægt að vöntun á deiliskipulagi valdi ekki fasteignaeigendum í bænum óþægindum eða tjóni – og tefji eða torveldi afgreiðslu nefndarinnar á erindum bæjarbúa.
  b.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu.
          i   Miðbæjarsvæði.
          Nefndin leggur áherslu á að haldið verði áfram hugmyndavinnu til undirbúnings deiliskipulagi 
          miðbæjarsvæðisins.
          ii.  Lambastaðahverfi.
          Nefndinni voru kynnt meginatriði í drögum að deiliskipulagstillögu fyrir Lambastaðahverfi sem Kanon  
          arkitektar hafa unnið í samvinnu við fulltrúa nefndarinnar og í samráði við íbúa um tiltekin atriði. Samþykkt  
          var að drögin í heild verði kynnt á almennum íbúafundi hverfisins sem haldinn verður í dag kl. 18:00 í
          Gróttusal íþróttahúss.
          iii.   Bakkahverfi.
          Rætt um drög að deiliskipulagsforsögn sem Þverá hefur unnið. Skipulagsstjóra og fulltrúum nefndarinnar í 
          verkefninu falið að ganga frá drögunum til kynningar.
          iv.   Bygggarðasvæði.
          Lögð var fram stefnumörkun vegna deiliskipulags Bygggarðasvæðis sem samþykkt var samhljóða á fundi
          bæjarstjórnar þ.. 26. nóvember s.l. (sjá fylgiskjal)
           -       Friðrik Friðriksson vék af fundi.
           v.    Vestursvæði.
           Lagðar voru fram tvær tillögur Hornsteina að hugsanlegum byggingarreitum  ásamt minnisblaði, fyrir 
           veitingahús og sjóbaðsaðstöðu í nánd við Snopu.
 4. Byggingarmál.
  a.    Erindi frá Fasteignum ríkisins, Eiðistorgi 13-15: Breyting á húsnæði Lyfjastofnunar-, (uppsetning léttra kerfisveggja, skjalageymslu breytt í skrifstofu og brunavarnir)
  -Samþykkt.
 5. Bílastæði við íþróttamiðstöð.
  Fyrir nefndinni lágu nokkrar hugmyndir um stækkun og breytingu núverandi bílastæðasvæðis meðfram Suðurströnd sem þróaðar hafa verið af VSÓ á hennar vegum.  Ekki þótti rétt að taka endanlega afstöðu til þeirra, þar sem nefndin var sammála um að heppilegra sé að leita eftir samkomulagi við IAVum samnýtingu fyrst um sinn á lóð félagsins og, ef henta þykir, vannýttri bílageymslu  á Hrólfsskálamel í ljósi frestunar byggingarframkvæmda á verulegum hluta lóðarinnar.
 6. Önnur mál voru engin.

 

                 Fundi slitið kl. 10:00

 

                 Ólafur Egilsson (sign)

                 Þórður Ó. Búason (sign)

                 Friðrik Friðriksson (sign)

                 Ena Gísladóttir (sign)

                 Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?