Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. mars 2009

Fundargerð 130. fundar Skipulagsnefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars 2009, kl. 8:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Þórður Ólafur Búason sem stýrði fundi, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson, Ólafur Melsteð framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ellen Calmon, fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð. Ólafur Egilsson formaður boðaði forföll.

Þetta gerðist:

 1. Lagt var fram erindi Skipulagsstofnunar sem tillaga að matsáætlun um tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði.  
  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindi Skipulagsstofnunar.
 2. Farið var yfir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem telur Kársnes, Kópavog, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
  Framkvæmdastjóri TUM og Stefán Bergmann skoða málið og kynna niðurstöður á næsta fundi.
 3. Farið var yfir breytingu á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð.
  Nefndin samþykkir breytinguna samhljóða.
 4. Farið var yfir mál er viðkoma deiliskipulagi í:
  I.            Lambastaðahverfi er í vinnslu.
  II.           Deiliskipulag Bakkahverfi er í vinnslu. 
                
  Þá kynnti ÓM erindi íbúa Valhúsabrautar 17 sem óskar eftir að fá að byggja við húseign þeirra.

  Samþykkt var að boða skuli til samráðsfundar skipulags- og mannvirkjanefndar, umhverfisnefndar og bæjarstjórnar ásamt varamönnum þar sem vinnsla deiliskipulaga verður kynnt.
 5. Farið var yfir eftirfarandi byggingamál:
  I.            Suðurmýri 36-38, hugmynd að útfærslu.
  Gögn hafa ekki borist og máli því frestað.
  II.            Suðurmýri 4, bygging bílskúrs.
  ÓM kynnti tillögu á byggingu bílskúrs. Nefndin felur Einari Norðfjörð byggingafulltrúa Seltjarnarness að setja málið í grenndarkynningu.
  III.            ÓM gerði grein fyrir stöðu mála varðandi byggingu hjúkrunarheimilis. Nefndin óskar eftir nánari kynningu frá starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis um stöðu mála.  
  IV.            Lindarbraut 11, viðbygging. ÓM kynnti erindi íbúa sem óskar eftir að fá að byggja við húsnæði á Lindarbraut 11. Máli frestað til næsta fundar.
 6. Umferðarmál
  ÓM kynnti bréf íbúa við Miðbraut þar sem óskað er eftir úrbótum til að draga úr umferðarhraða á ofanverðri Miðbraut.
  Nefndin felur ÓM að skoða málið í samráði við umferðafræðing.
 7. Önnur mál.

  I.            ÓM kynnti umsókn eigenda að Vesturströnd 29 þar sem óskað er eftir að byggja gróðurskála við
                 húsið. Nefndin samþykkir að fela ÓM að setja teikningarnar af gróðurskála í grenndarkynningu.  
  II.            ÓM fór yfir framkvæmd vegna bílastæða- og umferðamál við íþróttamiðstöðina.
  III.           ÓM upplýsti nefndina um að Stefán Eiríkur Stefánsson hefur verið ráðinn sem verkfræðingur á
  Tækni- og umhverfissvið og kemur m.a. til með að sjá um verkefni veita og tæknimála hjá bænum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:10

EC

 

Þórður Ólafur Búason (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?