Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. maí 2009

132. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 19. maí 2009 í bæjarstjórnarsal að Austurströnd 2.

Mættir:
Ólafur Egilsson formaður, Stefán Bergmann, Þórður Ó. Búason, Erna Gísladóttir og Sigurður J. Grétarsson í forföllum Friðriks Friðrikssonar;  ennfremur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur.

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

Fundur settur af formanni kl. 8:06.

Þetta gerðist:

 1. Kynning á tillögu að breytingu aðalskipulags Álftaness 2005-2024 vegna fráveitu, erindi frá Sveitarfélaginu Álftanes. 
  Framhaldsumræða. ÓM upplýsti að umrædd breyting aðalskipulags Álftaness snertir eingöngu mannvirki á landi en ekki í sjó. Tillagan snertir því ekki Seltjarnarnes og telst málið afgreitt.
 2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá að Hveragerði, óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, erindi frá Kópavogsbæ.
  Framhaldsumræða. ÓM upplýsti að um er að ræða aðlögun svæðisskipulags Kópavogs að áður ákveðinni tvöföldun Suðurlandsvegar. Ekki er gerð athugasemd.  Ákveðið var að nefndarmenn skoði við fyrstu hentugleika m.t.t. hugsanlegrar nýtingar svæðið ofan Reykjavíkur sem Seltjarnarnes ásamt fleiri sveitarfélögum gerir tilkall til.
 3. Yfirlit yfir fjárveitingar bæjarins á starfssviði nefndarinnar skv. gildandi fjárhagsáætlun
  ÓM dreifði  fjárhagsáætlun á fundarmenn og kynnti helstu liði hennar sem varða starf nefndarinnar.  Fram kom að samráð við nefndina á undirbúningsstigi fjárhagsáætlana væri æskilegt.  Einnig var rætt að margar götur eru nú illa farnar og þarfnast viðgerða. Meira fé þarf til miðbæjarskipulags sem of lengi hefur beðið. Bent var á að brýnar framkvæmdir við bílastæði hafa m.a. tekið til sín fé af malbiksáætlun bæjarins.
 4. Deiliskipulagsmál:
  a.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
  i.              Lambastaðahverfi
  Vinna við skipulagið er á lokastigi. Rætt var sérstaklega um vandamál sem tengjast Skerjabraut 1-3 og ÓM falið að ræða hugmyndir að lausnum við bæjarstjóra. Gera þarf lóða- og mæliblöð.
  ii.            Bakkahverfi 
  Deiliskipulagsvinna er langt komin.  Unnið áfram að tveimur úrlausnarefnum sem þokað hefur í rétta átt.
  b. Vestursvæði
  Engar athugasemdir við auglýst deiliskipulag hafa enn komið fram en frestur er til 21. maí nk.
 5. Byggingamál:
  a.    Kirkjubraut 3, breyting á húsi og viðbygging
  Samþykkt að setja málið í grenndarkynningu.
  b.    Suðurmýri 4, bygging bílskúrs
  Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu. Samþykkt að byggingarleyfi skuli veitt.
  c.    Suðurmýri 4, 36-38, nýbyggingar
  Nefndin óskar eftir nánari uppl. um nýtingarhlutfall í hverfinu. Bílastæðamál verður að leysa með bílakjallara undir ráðgerðum húsum. Nefndin er sammála um að lækka verði húsin um eina hæð frá núverandi teikningum svo samræmi ríki í hverfinu þ.e. hafa í mesta lagi tveggja hæða hús á svæðinu.
  d.    Tjarnarstígur 1, breyting á gluggum og bygging svala
  Fallist var á breytingarnar.  Jfr. ábent að eðlilegt væri að sótt yrði samtímis um leyfi fyrir samskonar svölum á efri hæð.
  e.    Vesturströnd 16, breyting á húsi
  Samþykkt í grenndarkynningu.
  f.     Selbraut 80, breyting á húsi
  Breytingin samþykkt
  g.    Skerjabraut 1-3, byggingarleyfi, framlenging
  Skýrt var frá áliti Ívars Pálssonar lögfræðilegs ráðgjafa varðandi stöðuna en nefndin leitast við að hindra að ákvarðanir í þessu og skyldum málum hafi  keðjuáhrif í hverfinu. Ákvörðun frestað meðan leiðir til heppilegrar úrlausnar verða skoðaðar frekar. 
  h.    Tjarnarstígur 7, skrifstofurekstur í íbúðarhúsnæði
  Ekki lá ljóst fyrir hvort eingöngu væri hugsað til skrifstofureksturs eða stefnt að blönduðum afnotum.  ÓM er falið að afla frekari upplýsinga. Frestað til næsta fundar.
  i.      Melabraut 54, stækkun
  Áformuð viðbygging fellur innan byggingarreits og þykir því koma til greina að undangenginni grenndarkynningu enda stangist hún ekki á við deiliskipulag.  ÓM falið að skoða málið nánar.
  j.      Eiðistorg 1-9, erindi frá íbúum, framkvæmdir við einstaka íbúðir o.fl.
  Máli frestað. ÓM og SES afla frekari upplýsinga.
 6. Umferðarmál:
  a.    Úrbætur til að draga úr umferðarhraða á ofanverðri Miðbraut, erindi frá íbúum.
  Nefndin féllst á tillögu um hraðahindrun.  Málið verði skoðað frekar í samráði við umferðarsérfræðing m.t.t. heppilegustu staðsetningar hennar.
  b.    Öryggi á gönguleiðum skólabarna á Seltjarnarnesi, erindi frá foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla.
  ÓM dreifði ábendingum og tillögum íbúa. SES mun fara í gegnum tillögur og leggja fram drög að svörum.
 7. Önnur mál.
  a.    Lífríki Bakkatjarnar, kynning á skýrslu um lífríki Bakkatjarnar.  
  Kynnt var skv. ósk SB á síðasta fundi nýútkomin skýrsla um lífríki Bakkatjarnar og sérstaklega ræddir þætti sem taka þarf tillit til í skipulagi.

     Fundi slitið kl. 10:35.  Næsti fundur verður 16. júní nk.      

Ólafur Egilsson (sign), Þórður Ó. Búason (sign), Erna Gísladóttir (sign), Stefán Bergmann (sign), Sigurður J. Grétarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?