Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

40. fundur 03. júní 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Teknar fyrir athugasemdir sem borist hafa.
3. Fyrirspurn frá G. Oddi Víðissyni f.h Þyrpingar um byggingu verslunarhúss á lóð Skeljungs við Austurströnd
4. Umsókn frá Ingimar Sigurðssyni um byggingu gróðurhúss og útigeymslu ásamt sólpalli á lóðinni Selbraut 70.
5. Fyrirspurn frá Erni Erlingssyni um stækkun hússins að Sæbraut 20
6. Fyrirspurn frá Björgu Ísaksdóttur, Flókagötu 3, Reykjavík um breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúð og vinnustofu á jarðhæð hússins að Austurströnd 6.
7. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Gunnari Svavarssyni f.h. Aðalskoðunar hf um byggingu skoðunarstöðvar á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri.
8. Erindi frá Golfklúbbi Ness varðandi stækkun og endurbætur á tækjageymslu í Suðurnesi.
9. Erindi frá Magnúsi Eyjólfssyni varðandi leyfi til að setja niður garðhús á lóðinni að Hofgörðum 8..
10. Önnur mál
a. Mótun fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar – umræður.
b. Erindi frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra þar sem sótt er um leyfi til að rífa gamla frystihús Ísbjarnarins á Hrólfsskálamel.
c. Sefgarðamál.
11. Fundi slitið.


1. Fundur settur af formanni kl. 08.12

2. Ráðgjafarnir gerðu grein fyrir gangi máli frá síðasta fundi nefndarinnar. Lagðar voru fram fundargerðir starfshóps um mótun deiliskipulags Hrólfsskálamelar og Suðurstrandar. Um 100 manns hafa haft samband við þá og byggingafulltrúa. Lagt fram bréf frá áhugahópi um skipulag á Hrólfsskálamel og við Suðurströnd dags. 12. maí 2004. Þá voru einnig lagðar fram athugasemdir við hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Suðurströnd og Hrólfsskálamel sem bárust nefndinni 2. júní 2004, undirritaðar af rúmlega 200 Seltirningum. Ráðgjöfum falið að taka saman efnisþætti úr bréfunum og öðrum athugasemdum og leggja fyrir nefndina ásamt svörum

3. Lögð fram fyrirspurn frá G. Oddi Víðissyni f.h. Þyrpingar um byggingu verslunarhúss á lóð Skeljungs við Austurströnd. Nefndin tekur jákvætt í erindið og byggingafulltrúa falið að afla frekari gagna. Ingimar Sigurðsson víkur af fundi.

4. Lögð fram umsókn frá Ingimar Sigurðssyni um byggingu gróðurhúss og útigeymslu ásamt sólpalli á lóðinni Selbraut 70. Samþykkt. Ingimar Sigurðsson tekur þátt í fundi að nýju.

5. Lögð fram fyrirspurn frá Erni Erlingssyni um stækkun hússins að Sæbraut 20. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

6. Fyrirspurn frá Björgu Ísaksdóttur, Flókagötu 3, Reykjavík um breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúð og vinnustofu á jarðhæð hússins að Austurströnd 6. Erindinu er synjað.

7. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Gunnari Svavarssyni f.h. Aðalskoðunar hf um byggingu skoðunarstöðvar á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri. Nefndin getur ekki fallist á framkomnar hugmyndir, byggingafulltrúa falið að svara fyrirspurninni.

8. Erindi frá Golfklúbbi Ness varðandi stækkun og endurbætur á tækjageymslu í Suðurnesi. Erindið samþykkt.

9. Erindi frá Magnúsi Eyjólfssyni varðandi leyfi til að setja niður garðhús á lóðinni að Hofgörðum 8. Erindið samþykkt.

10. Önnur mál
a. Samþykkt drög að texta um fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar, sem Stefán Bergmann og Guðrún Brynleifsdóttir lögðu fram. Textanum vísað til nefndar um mótun fjölskyldustefnu. Jafnframt er vísað á forsenduskýrslu aðalskipulags.
b. Lagt fram erindi frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra þar sem sótt er um leyfi til að rífa gamla frystihús Ísbjarnarins á Hrólfsskálamel. Samþykkt.
c. Sefgarðamál. Lögð fram greinargerð lögmanns Seltjarnarnesbæjar og hún rædd. Frestað til næsta fundar. Þórður Búason víkur af fundi.
d. Lagt fram erindi Bjarkar Hreinsdóttur og Björns Aðalsteinssonar, Lindarbraut 24 um viðbyggingu við húsið nr. 24 við Lindarbraut. Samþykkt að senda fyrirspurnina í grenndarkynningu.

11. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:11.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?