Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

42. fundur 22. júní 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ólafur Hersisson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Breyting á aðalskipulagi svæðisins við Hrólfsskálamel og Suðurströnd.
Á fundinn mætir fulltrúi frá Alta.
3. Deiliskipulag Hrólfsskálmels og Suðurstrandar.
Ráðgjafar VSÓ og Hornsteina mæta á fundinn.
Tekin fyrir svör nefndarinnar til áhugahóps um skipulagsmál.
Umræður um deiliskipulagið.
4. Önnur mál
5. Fundi slitið


1. Fundur settur af formanni kl. 08:06

3. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ kynntu breytingar sem gerðar hafa verið á hæðum húsa við Suðurströnd. Lagðar voru fram 3 nýjar hugmyndir. Samþykkt samhljóða að fela ráðgjöfum að vinna deiliskipulagið miðað við hugmynd E sem gerir ráð fyrir 114 íbúðum við Suðurströnd. Lögð fram drög að deiliskipulagsforsögn fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Gert er ráð fyrir að tillaga að deiliskipulagi verði lögð fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd í júlí 2004. Ólafur Hersisson víkur af fundi.
Farið yfir tillögur að svari við bréfi til áhugahóps um Suðurströnd og Hrólfsskálamel og það afgreitt samhljóða. Grími og Ingu falið að ganga frá og senda til viðkomandi. Guðrún Brynleifsdóttir og Þórður Búason víkja af fundi.

2. Lögð fram á ný tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001. Tillagan og greinargerðin rædd og samþykkt samhljóða með breytingum. Formanni falið að koma lokaorðalagi til skipulagsráðgjafa Alta og nefndarmanna. Samþykkt samhljóða að óska eftir aukafundi í bæjarstjórn við fyrsta tækifæri til þess að ræða aðalskipulagsbreytinguna.

4. Önnur mál voru engin.

5. Fundi slitið kl. 10:50

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?