Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Erindi frá bæjartæknifræðingi varðandi sjóvarnir ofl. í Suðurnesi.
3. Tekið fyrir að nýju erindi Einars A. Björnssonar varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11.
4. Endurbygging vélflugbrautar á Sandskeiði – mat á umhverfisáhrifum.
5. Erindi frá félagsmálastjóra varðandi aðkomu ökutækja að íbúðum aldraðra Skólabraut 3-5.
6. Erindi frá Önnu Gunnarsdóttur og Jóni Þór Hjaltasyni þar sem sótt er um leyfi fyrir heitum potti á lóðinni að Nesbala 48.
7. Sefgarðamál.
8. Hönnun Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekts á umhverfi Nesstofu.
9. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni um byggingu einbýlishúss að Hrólfsskálavör 2.
10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ragnheiði Haraldsdóttur og Hallgrími Guðjónssyni um stækkun hússins að Látraströnd 21.
11. Önnur mál
12. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 08:06
2. Lagt fram erindi frá bæjartæknifræðingi um sjóvarnir í Suðurnesi. Framkvæmdaleyfið samþykkt með fyrirvara um jákvæða umfjöllun skipulagsstofnunar.
3. Tekið fyrir erindi Einars A. Björnssonar varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11. Eiganda Lindarbrautar 11 er gefinn tveggja mánaða lokafrestur, til þess að skila inn teikningum.
4. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. júní 2004 um endurbyggingu vélflugbrautar á Sandskeiði. Frestað til næsta fundar.
8. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt var mætt á fundinn og lagði fram og skýrði tillögur um nánasta umhverfi Nesstofu. Nefndin tekur jákvætt í tillögur hennar og vísar því jafnframt til umhverfisnefndar til umsagnar. Raghildur vék af fundi.
5. Lagt fram erindi frá félagsmálastjóra um aðkomu að íbúðum aldraðra við Skólabraut. Samþykkt að vísa erindinu til deiliskipulagshönnuða.
6. Lagt fram erindi frá Önnu Gunnarsdóttur og Jóni Þóri Hjaltasyni þar sem sótt er um leyfi fyrir heitum potti á lóðinni við Nesbala 48. Erindið samþykkt enda sé farið eftir ákvæðum byggingareglugerðar varðandi frágang.
7. Lögð fram greinargerð bæjarlögmanns um Sefgarða. Í samræmi við greinargerðina er það ákvörðun nefndarinnar að hafnað er kröfu eiganda Sefgarða 16 um að eigandi Sefgarða 24 verði gert skylt að fjarlægja girðingu á mörkum lóðanna Sefgarða 16 og 24. Eiganda Sefgarða 24 ber að fjarlægja gróður á lóðamörkum utan girðingar.
9. Tekin fyrir að nýju umsókn Helgu Gísladóttur og Eiríks Sigurðssonar um byggingu einbýlishúss á lóðinni við Hrólfsskálavör 2. Umsóknin samþykkt.
10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ragnheiði Haraldsdóttur og Hallgrími Guðjónssyni um stækkun hússins að Látraströnd 21. Umsóknin samþykkt.
11. Önnur mál.
a. Lögð fram umsókn frá Hjálmari Halldórssyni um lokun svala á íbúð hans við Austurströnd 12. Fyrir liggur samþykki stjórnar húsfélagsins. Samþykkt með fyrirvara um samþykki Forvarnasviðs SHS.
b. Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Gróttu þar sem óskað er eftir því að fyrirhugaður knattspyrnuvöllur á Hrólfsskálamel verði gerður í stærð C í stað D. Erindinu vísað til ÆSÍS og jafnframt er óskað eftir formlegri afstöðu ÆSÍS um legu vallarins.
12. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:20
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)