Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

44. fundur 13. júlí 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ögmundur Skarphéðinsson og Andrés Narfi Andrésson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Á fundinn mæta ráðgjafar VSÓ og Hornsteina.
3. Aðalskipulag
4. Önnur mál
5. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:15

2. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ lögðu fram tillögu að deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels. Jafnframt var lagt fram sýnishorn af módeli fyrir svæðið. Samþykkt að boða til nýs fundar í nefndinni n.k. föstudag kl. 8:00. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ viku af fundi.

3. Rætt um stöðuna í aðalskipulagsvinnunni. Ákveðið að halda vinnunni áfram í september.

4. Önnur mál.
a. Lögð fram fundargerð 284. fundar ÆSÍS með umsögn um stærð og legu gervigrasvallar við Hrólfskálamel.

5. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.45

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?