Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

46. fundur 05. ágúst 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Stefán Bergmann og Guðrún Helga Brynleifsdótir.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Erni Erlingssyni Sæbraut 20 um leyfi til að gera bakinngang og byggja sólstofu við húsið að Sæbraut 20.
3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá húseigendum Nesvegi 125 um stækkun hússins að Nesvegi 125.
4. Umsókn frá Alksandra Babik Andonova og Saso Andonov Austurströnd 8 um leyfi til að setja upp svalalokun á húsinu að Austurströnd 8.
5. Fyrirspurn frá eigendum íbúða 01-01 og 01-02 Tjarnarbóli 14 varðandi leyfi til að setja garðhurðir á íbúðirnar.
6. Umsókn frá Vilhjálmi Lúðvíkssyni Valhúsabraut 2 um byggingu gróðurskála við húsið að Valhúsabraut 2.
7. Önnur mál.
a. Kaffihús í Snoppu.
b. Umsögn um endurbyggingu vélflugbrautar á Sandskeiði.
8. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 08:06

2. Fyrirspurn Arnar Erlingssonar, Sæbraut 20 um leyfi til að gera bakinngang og byggja sólstofu við húsið að Sæbraut 20. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu og nefndin heimiliar áframhaldandi teiknivinnu.

3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá húseigendum við Nesveg 125 um stækkun hússins að Nesvegi 125. Ein athugasemd barst úr grenndarkynningu. Umsóknin að öðru leyti samþykkt.

4. Umsókn frá Alksandra Babik Andonova og Saso Andonov Austurströnd 8 um leyfi til að setja upp svalalokun á húsinu að Austurströnd 8. Samþykkt að uppfylltri kröfu forvarnasviðs SHS.

5. Fyrirspurn frá eigendum íbúða 01-01 og 01-02 Tjarnarbóli 14 varðandi leyfi til að setja garðhurðir á íbúðirnar. Nefndin tekur jákvætt í erindið og fyrir liggur samþykki meirihluta íbúðareigenda.

6. Umsókn frá Vilhjálmi Lúðvíkssyni Valhúsabraut 2 um byggingu gróðurskála við húsið að Valhúsabraut 2. Umsóknin samþykkt, enda liggur fyrir samþykki nágranna.

7. a. Á 581. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness var lið 5d í fundargerð 159. fundar umhverfisnefndar vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar, en þar var fjallað um kaffihús við Snoppu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur bæjarstjóra að kanna hvaða hugmyndir hugsanlegir rekstraraðilar hafa varðandi kaffihús við Snoppu.

Að öðru leyti vísast til greinargerðar um málið í fundargerð umhverfisnefndar.

7.b. Fyrir liggur bókun framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins frá 40. fundi hennar, svohljóðandi:
“Með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um fyrirhugaða endurbyggingu flugbratuar við Sandskeið, telur framkvædastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu ekki vera forsendur til þess að krefjast þess að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Með vísan til lítillar umferðar og öryggissjónarmiða getur framkvæmdastjórnin fallist á að olíumöl verði notuð sem klæðning á fyirborð flugbrautar við þessa tilteknu framkvæmd. Framkvæmd þessi er starfsleyfisskyld og mun Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gefa út starfsleyfi fyrir framkvæmdinni og rekstri vallarins”.

Skipulagsnefnd telur að ekki liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar um framtíðarnýtingu svæðisins og bendir í því sambandi á að þessi framkvæmd sé ótímabær, þar sem ekki liggi fyrir staðfest aðalskipulag fyrir svæðið.

7.c. Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Sigurðssyni, Hrólfsskálavör 11, þar sem lagðir eru fram breyttir uppdrættir að bifreiðageymslu og anddyri hússins Hrólfsskálavör 11. Erindið samþykkt.

7.d. Stefán Bergmann spyr hvort öll kynningargögn í aðalskipulagi hafi verið lögð fram og einnig um fyrirhugað módel af deiliskipulagssvæðinu.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:30.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?