Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

32. fundur 11. desember 2003

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann. Auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð, framkvæmdastjóri tæknisviðs.

Fundargerð ritar Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla
3. Kærumál vegna Sefgarða.
4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Kiwanisklúbbi Seltjarnarness um breytingu á auglýsingaskilti á Eiðistorgi sbr. 28. fund.
5. Umsókn frá Frey Þórarinssyni og Kristínu Geirsdóttur um breytingu á gluggum og innra fyrirkomulagi hússins að Sólbraut 9.
6. Önnur mál:
a. Tekið fyrir erindi frá Einari Erni Björnssyni varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11.
7. Fundi slitið.

1. Ingimar Sigurðsson setti fund kl. 08.07. Í upphafi fundar minntust fundarmenn Þorvaldar Árnasonar, varabæjarfulltrúa, en hann andaðist aðfararnótt 10. desember.

2. Lögð fram umsókn bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Samþykkt.

3. Lögð fram tillaga bæjarlögmanns að svari vegna Sefgarðamáls. Byggingafulltrúa falið að tilkynna málsaðilum um endurupptöku málsins.

4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Kiwanisklúbbi Seltjarnarness um breytingu á auglýsingaskilti á Eiðistorgi sbr. 28. fund. Erindi Kiwanisklúbbsins samþykkt.

5. Lögð fram umsókn frá Frey Þórarinssyni og Kristínu Geirsdóttur um breytingu á gluggum og innra fyrirkomulagi hússins að Sólbraut 9. Samþykkt.

6. Önnur mál.
a. Tekið fyrir erindi Einars Björnssonar varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11. Byggingafulltrúa falið að óska eftir tillögu að uppdráttum eigenda Lindarbrautar 11, fyrir 10. febrúar 2004.
b. Lögð fram fyrirspurn um byggingu sólstofu að Melabraut 54. Framlagðar teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag vegna fjarlægðar frá lóðarmörkum og getur nefndin því ekki fallist á erindið.

4. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 08:59


Ingimar Sigurðsson (sign) Þórður Ó. Búason (sign.)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?