Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

30. fundur 20. nóvember 2003

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu Einar Norðfjörð, framkvæmdastjóri tæknisviðs og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri, fundinn.

Fundargerð ritar Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skoðanakönnun IMG Gallup.
3. Önnur mál
a. Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingu bílskúrs að Suðurmýri 8.
b. Kærumál vegna Sefgarða.
4. Fundi slitið

1. Formaður setti fund kl. 08:10

2. Á fundinn voru mættir fulltrúar IMG Gallup þeir Þorlákur Karlsson og Trausti Ágústsson ásamt þeim Grími M Jónassyni frá VSÓ og Ögmundi Skarphéðinssyni frá Hornsteinum. Fóru þeir yfir niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í október sl. um ýmis atriði sem snerta skipulag á Hrólfsskálamel og svæðinu við Suðurströnd, lögðu fram skýrslu sína og svöruðu fyrirspurnum. Trausti, Þorlákur og Jónmundur véku af fundi. Grímur og Ögmundur gerðu grein fyrir fundum sem þeir hafa haldið með hagsmunaaðilum sem eru í nágrenni við fyrirhugað skipulagssvæði. Grímur og Ögmundur véku af fundi. Skýrslan verður kynnt á næsta bæjarstjórnarfundi.

3. Önnur mál.
a. Umsókn um byggingu bílskúrs við Suðurmýri 8 tekin fyrir að nýju og samþykkt, enda liggur fyrir samþykki næstu nágranna, sbr. grenndarkynningu.
b. Samþykkt að fela bæjarlögmanni að skoða næstu skref í málinu.

4. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:15

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?