Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas M. Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann. Auk þess sat Einar Norðfjörð, framkvæmdastjóri tæknisviðs, fundinn.
Fundargerð ritar Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Niðurstaða grenndarkynningar vegna Látrastrandar 7
3. Umsókn frá Sveini Gíslasyni um byggingu bílskúrs að Miðbraut 25
4. Umsókn frá Gunnari Richter um byggingu bílskúrs að Suðurmýri 8
5. Fyrirspurn frá Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni um byggingu einbýlishúss að Hrólfsskálavör 2
6. Erindi frá Golfklúbbi Ness varðandi stækkun golfvallar í Suðurnesi
7. Bréf skólanefndar dags. 29.09.2003 frá síðasta fundi
8. Tekin fyrir að nýju umsókn Golfklúbbs Ness um stækkun áhaldageymslu frá síðasta fundi
9. Fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar
10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Hjálpræðishernum um viðbyggingu við húsið að Skólabraut 10. sbr. 3. lið fundargerðar frá 4. september s.l.
11. Önnur mál
a. Tillaga umhverfisnefndar um kaffihús við Snoppu. Vísað til nefndarinnar af bæjarstjórn
b. Tillaga starfshóps um málefni aldraðra varðandi byggingu og staðsetningu hjúkrunarheimilis og fjölgun íbúða fyrir aldraða. Vísað til nefndarinnar af bæjarstjórn
c. Umsókn frá Stefaníu Snævarr, Miðbraut 21 um svalalokun
12. Fundi slitið
1. Formaður setti fund kl. 08:09
2. Lagðar fram athugasemdir íbúa við Látraströnd. Umsókninni hafnað á grundvelli grenndarkynningar en nefndin fellst á að turninn geti farið upp í sömu hæð og hæsti hluti hússins.
3. Lagðar fram nýjar teikningar vegna bílskúrs. Teikningar sendar í grenndarkynningu að nýju.
4. Lögð fram umsókn og teikningar vegna bílskúrs að Suðurmýri 8. Sent í grenndarkynningu.
5. Lagðar fram teikningar að einbýlishúsi við Hrólfsskálavör 2. Sent í grenndarkynningu.
6. Lagt fram erindi frá GN um stækkun golfvallarins í Suðurnesi með endurheimt lands. Tillögunum vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.
7. Lagt fram bréf skólanefndar um umferðaröryggi við grunnskóla Seltjarnarness. Samþykkt að vísa erindinu til tæknideildar til úrvinnslu.
8. Tekin fyrir umsókn GN um stækkun áhaldageymslu. Umsóknin samþykkt.
9. Fjárhagsáætlun nefndarinnar rædd. Samþykkt að vísa henni til Fjárhags- og launanefndar með ósk um viðbótarframlag vegna kynningarstarfsemi.
10. Umsókn Hjálpræðishersins um viðbyggingu við Skólabraut 10 samþykkt.
11. Önnur mál
a) Tillaga umhverfisnefndar um kaffihús við Snoppu sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn. Vísað til frekari umræðu við gerð aðalskipulags.
b) Tillaga starfshóps um málefni aldraðra um hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða, sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn. Vísað til frekari umræðu við gerð aðalskipulags.
c) Lögð fram umsókn Stefaníu Snævarr um svalalokun. Erindið samþykkt enda skal farið eftir grein 102 í byggingareglugerð varðandi brunavarnir.
d) Lögð fram umsókn frá Á.B. Fjárfestingum vegna veitingastaðar á Eiðistorgi. Nefndin samþykkir framlagðar teikningar með fyrirvara um samþykki Forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
12. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:20
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Tómas M. Sigurðsson (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)