Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. fundur 15. ágúst 2003

Mættir voru þau: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1. Umsókn frá Kristínu Jóhannesdóttur og Jóni Garðari Ögmundssyni, Barðaströnd 9, um stækkun raðhússins að Barðaströnd 9 samkvæmt uppdráttum Jóns Guðmundssonar, arkitekts.

Samþykkt.

2. Umsókn frá Kristjáni Jónassyni, Melabraut 25, um endurnýjun byggingarleyfis fyrir anddyri á norðurhlið hússins að Melabraut 25, samkvæmt uppdráttum Erlings G. Petersen, arkitekts.

Samþykkt.

3. Lögð fram reyndarteikning af húsinu að Suðurmýri 6, vegna eignaskiptasamnings unnin af Stefáni Ingólfssyni, arkitekti.

Samþykkt.

4. Umsókn frá Árna Kjartanssyni f.h. félagsmálaráðuneytisins um breytingu á innra skipulagi sambýlisins að Sæbraut 2, samkvæmt uppdráttum Árna Kjartanssonar, arkitekts.

Samþykkt.

5. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðvun framkvæmda við gerð þakglugga með

báruplasti á húsinu að Bygggörðum 2a, þar sem ekki hafi verið sótt um leyfi né

lagðar fram teikningar af framkvæmdinni.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir aðgerðir byggingarfulltrúa í málinu.

6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveini Gíslasyni, Miðbraut 25, varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni nr.25 við Miðbraut sbr. fundargerðir nr.17,19 og 20.

Umsóknin verður send í grenndarkynningu þegar fyrir liggur breytt teikning arkitekts.

7. Tekið fyrir erindi frá bæjarstjóranum í Kópavogi, þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum bæjaryfirvalda Seltjarnarnesbæjar varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi vegna breyttrar landnotkunar á svæði Lindar í Fossvogsdal.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

8. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

Formaður gerði grein fyrir störfum starfshóps um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

9. Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi Melhúsabryggju:

Tillaga um endurbyggingu Melshúsabryggju og nýtingu útivistar.

Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Seltirninga. Endurbygging bryggjunnar verði fyrsta skrefið í átt að frekari fegrun og uppbyggingu í Lambastaðahverfi. Framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfis-sviðs verði falið undirbúningur um verkefnið.

Greinargerð:

Á allra síðustu árum hefur orðið mikil vakning fyrir útivist meðal almennings. Íbúar gera kröfur um að njóta náttúrunnar þar sem hún er næst og á Seltjarnar-nesi er þar oftast um að ræða ströndina. Mikið hefur verið unnið á Seltjarnarnesi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið í þessum málum. Nú er strandlengja höfuðborgarsvæðisins orðin hrein og er óðum að öðlast fyrri sess eitt vinsælasta útivistar og afþreyingarsvæði íbúanna.

Rök fyrir endurbyggingu Melshúsabryggju eru einnig af sögulegum og menningarlegum toga en bryggjan tengist atvinnusögu Seltirninga órofa böndum. Þá er það ekki síður brýnt af öryggisástæðum, en bryggjan er að hruni komin þar sem viðhald hennar hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Hin sögu- og menningarlegu tengsl bryggjunnar við Lambastaðahverfi eru sterk. Götunöfnin bera mörg í sér nálægðina við sjóinn auk þess sem margt minnir á grásleppu-karla er réru héðan til veiða á Skerjafirði og fiskverkun er stunduð var á túnum í kringum bryggjuna. Með endurbyggingu Melshúsabryggju skapast ákjósanlegur staður fyrir almenning til að stunda dorgveiðar í skjólsælu umhverfi en slík atriði eru afar mikilvæg fyrir bæjarbrag Seltjarnarness. Þá kajakræðara sem hafa á seinni árum nýtt Melshúsabryggju og sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, en vegna ástands bryggjunnar hefur mjög dregið úr því. Lengi hefur staðið til að bjarga og endurgera bryggjuna en samkvæmt áliti bæjarlögmanns frá 1998 er talið óyggjandi að hún sé eign Seltjarnarnesbæjar.

Fundi slitið kl.09:45. Einar Norðfjörð (sign).

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?