Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. júní 2009

133. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn mánudaginn 15. júní 2009 kl. 16:00 að Austurströnd 2.

Fundur settur kl. 16:05.

Mættir:  Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson, og Ragnhildur Ingólfsdóttir;  ennfremur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur.

            Þetta gerðist:

  1. Deiliskipulagsmál:

    a.    Lambastaðahverfi.
    Helgi Bollason Thóroddsen hjá Kanon arkitektum ehf kynnti stöðu deiliskipulags hverfisins. Farið var yfir skipulagið í heild og rædd ítarlega fáein atriði sem þurft hafa sérstaka skoðun.  Óskað var eftir að deiliskipulagsráðgjafar leggi fram drög að skýringatexta með fyrirliggjandi skipulagsuppdráttum. Málinu er frestað.

    b.    Bakkahverfi.
    Mætt voru til að kynna stöðu deiliskipulagsins þau ráðgjafarnir Valdís Bjarnadóttir og Orri Gunnarsson frá Vinnustofunni Þverá ehf.  Farið var vandlega yfir stöðu málsins og leitast við að draga fram þau atriði sem krefjast meiri vinnu svo ljúka megi við gerð deiliskipulagstillögunnar.  Málinu síðan frestað.

Fundi slitið kl. 19.05.  Næsti fundur verður 16. júní nk.      

Ólafur Egilsson (sign),

Þórður Ó. Búason (sign),

Stefán Bergmann (sign),  

Erna Gísladóttir (sign),),

Friðrik Friðriksson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?