Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. fundur 16. maí 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas M. Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1. Erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar.

Lögð voru fram drög að erindisbrefi fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd sem kynnt voru í bæjarstjórn þann 10. mars s.l.

Nefndarmenn lögðu til nokkrar breytingar á erindisbréfinu.

Erindisbréfið var síðan samþykkt með áorðnum breytingartillögum.

2. Aðalskipulag.

Teknir voru til umræðu þeir valkostir sem lagðir voru fram á síðasta fundi.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

Í kjölfar íbúaþings var skipulagsráðgjöfum Alta falið að þróa nánar þær hugmyndir sem fram komu á Íbúaþinginu „NESIÐ í nýju ljósi" 9. nóvember 2002 varðandi útfærslu á „campus" hugmynd, skipulagi á Hrólfsskálamel og staðsetningu íþróttavallar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að staðsetning íþróttavallar á Hrólfsskálamel ásamt með takmarkaðri/nokkurri íbúðabyggð og þjónustu og íbúðabyggð á núverandi vallarsvæði geti verið vænlegir kostir í skipulags-málum og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að láta vinna deiliskipulag af svæðinu byggt á framlagðri tillögu merkt 1A.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að taka saman greinargerð um á hvern hátt sé best staðið að skipulagsvinnu þessa svæðis.

 

3. Framkvæmdir við Snoppu.

Lagðar fram samþykktar teikningar af svæðinu þ.m.t. af bílastæðinu. Samþykkt að stækka bílastæðið lítillega í samræmi við tillögu tæknideildar og óskað eftir nánari útfærslu á skipulagi Snoppu.

 

4. Umsókn frá fasteignafélaginu Stoðir um innréttingu bókasafns að Eiðistorgi 11 samkvæmt uppdráttum Ormars Þ. Guðmundssonar, arkitekts.

Nokkrar spurningar komu upp og var samþykkt að fá bæjarbókavörð á fund hjá nefndinni.

Málinu frestað.

 

5. Umsókn frá Jóhanni Steinssyni, Seiðakvísl 37, Reykjavík um löggildingu til að standa fyrir byggingarframkvæmdum á Seltjarnarnesi sem húsasmíða-meistari.

Meðfylgjandi afrit af sveins- og meistarabréfi ásamt löggildingu í nágranna-sveitarfélögum.

Samþykkt.

 

6. Önnur mál.

a) Sefgarðar –girðingarmál.

Lögð voru fram drög að svörum við kærum sem borist höfðu frá Úrskurðarnefnd Skipulags- og byggingarmála. Lögmanni bæjarins var falið að ganga frá svörunum.

 

Fundi slitið kl.09:30. Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?