Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. fundur 08. maí 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1. Aðalskipulag.

Á fundinn mættu fulltrúar Alta þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir.

a) Lögðu þær fram og ræddu drög að efnisyfirliti fyrir greinargerð með aðalskipulaginu.

b) Umræður voru um land bæjarins á Sandskeiði og þá með hvaða hætti verði tekið á því máli í aðalskipulagi bæjarins.

c) Í umræðum um aðalskipulagið bentu þær Hlín og Sigurborg á hugsanlegar samráðsleiðir þegar kæmi að stefnumótunarhluta verkefnisins í haust og nefndu m.a. áhugamannahópinn sem myndaðist á íbúaþinginu í nóvember s.l. í því sambandi.

d) Sigurborg og Hlín lögðu fram og kynntu hagkvæmnisathugun varðandi staðsetningu íþróttavallar sem Alta hefur gert í samráði við breska ráðgjafa. Gerð var grein fyrir 5 mismunand valkostum á 3 svæðum þ.e. á Hrólfsskálamel, við Suðurströnd á svæði núverandi malarvallar og á Valhúsahæð.

Talið var gagnlegra að meta kosti og galla hvers fyrirkomulags fremur en að meta það til fjár.

Að umræðum loknum var ákveðið að boða til vinnufundar með Alta um stöðu aðalskipulagsins þann 28. maí n.k. kl.08:00.

Véku þær Sigurborg og Hlín síðan af fundi.

 

2. Umsókn frá Rúnari Hermannssyni, Melabraut 26, um byggingu svalarskýlis að Melabraut 26 samkvæmt uppdráttum Friðriks Friðrikssonar, arkitekts.

Samþykkt, enda verði gerð grein fyrir brunahólfun að stigahúsi.

3. Umsókn frá Á.T.V.R., um innréttingu vínbúðar að Eiðistorgi 13, samkvæmt uppdráttum Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts sbr. 5. lið síðustu fundargerðar.

Samþykkt, enda verði lagt fram samþykki eigenda að breytingu á ruslageymslu.

Byggingarfulltrúa falið að vekja athygli umsækjanda á að brunaslöngu vanti í rýmið.

4. Lögð fram reyndarteikning af raðhúsunum Barðaströnd 15-25 unnið af Gesti Ólafssyni, arkitekt vegna eignaskiptasamnings.

Samþykkt.

5. Erindi frá Hjálmari Halldórssyni, Austurströnd 12 vegna leyfis til uppsetningar gervihnattardisks að Austurströnd 12.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að gerð verði grein fyrir nánari staðsetningu.

6. Erindi frá Sigurði Gizurarsyni, Víkurströnd 6, varðandi byggingu gróðurhúss á lóðinni að Víkurströnd 6.

Frestað.

Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarmanna á framfæri.

 

7. Önnur mál:

a)Miðbraut 25, byggingarleyfi fyrir bílskúr sbr. 19. fund.

Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann og byggingarfulltrúi áttu með Valdísi Bjarnadóttur, arkitekti varðandi skipulag á svæðinu og hvaða möguleikar væru á byggingu bílskúrs á lóðinni að Miðbraut 25.

Valdís hefur kynnt valkosti sem formanni og byggingarfulltrúa er falið að kynna hlutaðeigandi aðilum.

b)Aðalskipulag frh.

Nefndarmenn ræddu um þá valkosti að staðsetningu íþróttavallar sem fulltrúar Alta settu fram í upphafi fundar.

Ákveðið var að kalla nefndina saman föstudaginn 16. maí n.k. kl.08:00 til frekari umræðna um málið.

c) Stefán Bergmann spurðist fyrir um framkvæmdir við gerð bílastæðis o.fl. við Snoppu og óskaði jafnframt eftir gögnum um málið.

 

Fundi slitið kl.10:15. Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?