Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. fundur 03. apríl 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1. Umsókn frá Ægi Ólasyni og Friðþjófi Jóhannessyni um byggingu bifreiða-geymslu á lóðinni nr. 15 við Tjarnarból samkvæmt uppdráttum Þorsteins Friðþjófssonar, byggingatæknifræðings.

Samþykkt.

2. Umsókn frá Sigurveigu Alexandersdóttur um byggingu sólstofu við húsið að Sefgörðum 26, samkvæmt uppdráttum Kristins Ragnarssonar, arkitekts.

            Samþykkt.

3. Fyrirspurn frá fasteignafélaginu Stoðir Ármúla 13, R.vík., um innréttingu bóksafns að Eiðistorgi 11 samkvæmt uppdráttum Halldórs Guðmundssonar, arkitekts.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar jafnframt byrjunarframkvæmdir.

4. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðu grenndarkynningar varðandi umsókn um turnbyggingu að Látraströnd 7 sbr. 1. lið fundargerðar 11. fundar.

Mótmæli bárust frá eigendum 8 fasteigna á svæðinu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn um byggingu turnbyggingar að Látraströnd 7 á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar.

5. Fyrirspurn frá ÁTVR um innréttingu vínbúðar að Eiðistorgi 13, samkvæmt uppdráttum Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina enda sé gerð nánari grein fyrir eldvörnum svo og nýtingu á sameiginlegri sorpgeymslu.

6. Erindi frá Jóhanni Helgasyni og Þórhildi G. Egilsdóttur um leyfi til að reisa girðingu á milli lóðanna að Melabraut 31 og Miðbraut 34.

Fyrir liggur samþykki eigenda að Miðbraut 34 ásamt verklýsingu á fyrirhugaðri girðingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir girðinguna og felur jafnframt tæknideild að mæla út lóðarmörkin.

7. Önnur mál:

a. Sefgarðar – girðingamál.

Tekið var til umræðu uppkast að svari til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sbr. 7. lið fundargerðar 16. fundar.

Samþykkt var að óska eftir áliti lögmanns bæjarins á málinu.

b. Tekið til umræðu umsókn frá Sveini Gíslasyni, Miðbraut 25, um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 25 við Miðbraut sbr. 4. lið 17. fundar.

Byggingarfulltrúa var falið að taka saman gögn um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Fundi slitið kl.09:30. Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?