Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. fundur 20. mars 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir  og Stefán Bergmann. 

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

 

1.             Aðalskipulag.

Á fundinn mættu ráðgjafar Alta þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir til að fara yfir stöðu mála varðandi gerð aðalskipulags Seltjarnar-ness og leggja fram fyrstu gögn:

 

a.      Nefndarmenn samþykktu að skipulagið skyldi miðast við skipulags-tímabilið  2004-2024.

 

b.             Nefndin samþykkti að láta tillögu Alta að hagkvæmnisathugun vegna gervigrasvallar miðast við þrjá mögulega staðsetningakosti þ.e. á núverandi malarvelli, Hrólfsskálamel og  Valhúsahæð.

 

c.             Lögð voru fram tvö tilboð varðandi úrvinnslu upplýsinga um veðurfar á Seltjarnarnesi.

Samþykkt var að hafna tilboðunum og nýta í þess stað þau gögn sem til eru á Veðurstofu Íslands.

 

d.             Tekin voru til kynningar og umræðu drög að kafla um lýðfræði (tölfræði) fyrir Seltjarnarnes.  Drögin verða rædd á næsta fundi.

Samþykkt að setja drögin á heimasíðu Seltjarnarness, íbúum til kynningar og umsagnar.

 

e.      Næstu skref rædd.

          Stefnt er að fundi eftir mánuð.

 

Fundi slitið kl.09:30.  Einar Norðfjörð.

 

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)       

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?