Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. fundur 28. nóvember 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Þórður Ó. Búason, Tómas M. Sigurðsson, Þorvaldur Árnason og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

   

Fyrir var tekið:

           

1.             Umsókn frá Ólafi Garðarssyni, Nesbala 94, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Austurströnd 6 í íbúð samkvæmt uppdráttum Þormóðs Sveinssonar, arkitekts.

Samþykkt.

 

2.             Erindi frá Írisi Bryndísi Guðnadóttur, Kirkjubraut 17, vegna bílastæða o.fl. við Kirkjubraut.

Tæknideild var falið að gera úttekt á fjölda bílastæða við götuna miðað við gildandi byggingarreglugerð.

 

3.             Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástráði B. Hreiðarssyni, Hofgörðum 26, þar sem sótt er um leyfi til að skipta húsinu að Hofgörðum 26 upp í tvær íbúðir samkvæmt uppdráttum Guðrúnar Stefánsdóttur, arkitekts.

Fyrir liggur samþykki næstu nágranna.

Samþykkt.

 

4.             Lindarbraut- endurbygging.

Á fundinn mættu Gunnar Ingi Ragnarsson, verkfræðingur ásamt bæjar-tæknifræðingi.

Gunnar Ingi kynnti 5 tillögur  að breytingu á Lindarbraut sem hann hefur unnið.

Tillögurnar voru ræddar og var nefndin sammála um að mæla með tillögu nr. 5 til kynningar íbúum.

 

5.             Umsókn frá Helga H. Sigurðarsyni og Karolínu Björgu Porter, Sæbraut 21, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir útitröppur ásamt breytingum innanhúss samkvæmt uppdráttum Kristínar Brynju Gunnarsdóttur, arkitekts.

Samþykkt.

 

6.             Teknar fyrir að nýju kærur sem borist hafa frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna mála Barkar Ákasonar, Sefgörðum 16 og Rögnvaldar Sigurðssonar, Sefgörðum 24 varðandi lóðarmörk.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að stefna að vettvangsskoðun laugardaginn 7. desember n.k.

 

           

Fundi slitið kl.09:20.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)       

Þórður Ólafur Búason (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)   

Þorvaldur Árnason (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?