Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

7. fundur 08. október 2002

Mættir voru allir nefndarmenn þau Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1.       Umsókn frá Pétri Kjartanssyni, Bollagörðum 26 f.h. Neshúsa ehf., og Nesheima ehf., um breytingu á innra skipulagi hússins að Austurströnd 5 samkvæmt uppdráttum Tryggva Tryggvasonar, arkitekts.

Samþykkt.

 

2.       Erindi frá Landssíma Íslands h/f og Hitaveitu Seltjarnarness þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu loftnets og gerð tækjaklefa í dælustöð Hitaveitunnar að Lindarbraut 13, samkvæmt uppdráttum Ivon S. Cilia, arkitekts.

Samþykkt.

 

3.       Umsókn frá Hjalta Ástbjartssyni, Víkurströnd 1 og Jóni Steini Elíassyni, Víkurströnd 1a, um byggingu sólstofa að Víkurströnd 1 og 1a, samkvæmt uppdráttum Steinars Sigurðssonar, arkitekts.

Samþykkt.

 

4.      Erindi frá Sveini Gíslasyni og Jónínu Þorvaldsdóttur, Miðbraut 25, varðandi synjun byggingarnefndar á byggingu bílskúrs að Miðbraut 25.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

Ekki er efni til þess fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd að taka erindi íbúa Miðbrautar 25 til efnislegrar afgreiðslu að nýju, þar sem íbúarnir hafa sjálfir skotið ágreiningsmálinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Verður að bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar, sem er æðra stjórnvald hér.

 

5.      Ingimar gerði grein fyrir verkefninu „Útivist á Seltjarnarnesi“ sem Umhverfisnefnd sendi inn til SSH sem verk eða verkefni sem til greina koma til að hljóta viðurkenningu sem merkt framlag til umhverfis- útivistar og skipulagsmála.

 

6.       Formaður lagði fram drög að verksamningi milli Alta ehf og bæjarins vegna íbúaþings.

Eftir umræður var samningsdrögunum vísað til bæjarstjórnar.

           

Fundi slitið kl.18:10.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)             Stefán Bergmann (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)                           Tómas Már Sigurðsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?